Fara beint í efnið

Farangur og hjálpartæki í flugi

Ef farangur eða hjálpartæki verða fyrir skemmdum, seinkun eða týnist getur þú átt rétt á skaðabótum.

Ef farangur eða hjálpartæki berst ekki á komuflugvöll eða hefur orðið fyrir skemmdum skalt þú tilkynna það hjá þjónustuborði í töskumótttökusal eða hafa beint samband við flugfélagið.

Týndur, skemmdur eða seinkun á afhendingu farangurs

Flugfélög bera ábyrgð á týndum eða skemmdum farangri, miðað við verðmæti farangurs þíns.

Ef farangur þinn seinkar á meðan þú ert að heiman munu flest flugfélög endurgreiða þér nauðsynlega hluti sem þú þarft. Athugaðu þetta hjá flugfélagi þínu.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taka til meðferðar mál sem varða týndan, skemmdan eða seinkun á afhendingu farangurs.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa