Fara beint í efnið

Kvarta til Samgöngustofu vegna flugferðar

Eyðublað fyrir kvartanir vegna flugferðar

Átt þú rétt á bótum vegna flugferðar?

Til þess að eiga rétt á bótum þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

  1. Um er að ræða aflýsingu, seinkun eða neitun á fari

    • Seinkun þarf að nema amk 3 klst. miðað við áætlaðan lendingartíma á ákvörðunarstað til þess að réttur til bóta myndist.

    • Aflýsing þarf að hafa verið tilkynnt með minna en tveggja vikna fyrirvara

    • Ath! Varði kvörtun týndan farangur eða tjón á farangri ber að beina kvörtun til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa

  2. Brottfararstaður var Ísland, þ.e. flogið frá Íslandi

    • Eða brottfararstaður var þriðja land (utan ESB/EES svæðisins) og komustaður Ísland og flugrekandi er evrópskur.

    • Beina þarf kvörtun vegna annarra fluga til þess lands sem flogið var frá, sjá nánar

  3. Haft hefur verið samband við flugrekanda

    • Látið afrit af samskiptum fylgja með kvörtun

    • 8 vikur þurfa að líða frá kvörtun til flugrekanda og þar til hægt er að beina kvörtun til Samgöngustofu eða ef flugrekandi hefur hafnað kvörtun.

Kvartanir

Samgöngustofa tekur mál til meðferðar ef:

  • um er að ræða aflýsingu, seinkun eða neitun á fari

  • flugið fellur undir samninginn um Evrópska Efnahagssvæðið

  • brottfararvöllur flugsins var á Ísland

Fylgigögn

Fyrir kvörtun er gott að hafa:

  • bókunarupplýsingar og dagsetningar

  • flugnúmer og brottfarar- og komuvellir

  • upplýsingar um lengd tafar

  • afrit af kvittunum, ef sækja á endurgreiðslu kostnaðar

  • afrit af farmiðum, brottfararspjöldum og staðfestingar á bókunum

Svona sendir þú inn kvörtun

  1. Smelltu á Fylla út

  2. Fylltu út eyðublaðið eins ítarlega og hægt er

  3. Hengdu við viðeigandi fylgigögn

  4. Smella á Senda

Málsmeðferð

Samgöngustofa tekur við beiðni og kannar hvort hún falli undir valdsvið stofnunar. Í þeim tilvikum þar sem tilvikið fellur utan valdsvið stofnunarinnar er þeim málum vísað frá. Í þeim tilvikum þegar kvörtun fellur undir valdsvið Samgöngustofu er kvörtunin send til hlutaðeigandi flugrekanda til umsagnar.

Berist athugasemdir flugrekanda þá eru þær sendar kvartanda til umsagnar. Þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir þá gefur Samgöngustofa út  úrskurð í málinu. Sérfræðingar Samgöngustofu annast meðferð kvartana hjá stofnuninni.

Þú getur sent beiðni til Samgöngustofu á íslensku eða ensku. Ákvarðanir eru þó gefnar út á íslensku í báðum tilvikum.

Fyrningarfrestur

Fyrningarfrestur fyrir kvartanir miðast við 4 ár frá dagsetningu flugs.

Eyðublað fyrir kvartanir vegna flugferðar

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa