Fjarstýrð loftför (drónar)

Fjarstýrð loftför (drónar)

Þær reglur sem eru í gildi um notkun dróna (fjarstýrðra loftfara)  má finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu . Þar kemur m.a. fram að ekki er heimilt að fljúga þeim innan 1,5 km frá svæðamörkum flugvalla án samþykkis frá flugumferðarþjónustu. Einnig er bent á að stjórnendur dróna eru ábyrgir fyrir notkun þeirra og því tjóni sem þeir kunna að valda.

DronarPlakat

Samgöngustofa hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegri umræðu um gerð reglna um dróna og fylgist vel með þeirri stefnumótun sem fer fram víðsvegar í heiminum. Hér má finna vefslóð inn á frumgerðir (e. prototype) reglna EASA um dróna , ásamt skýringum

Vinna við sérstaka reglugerð um dróna er langt komin af hálfu Samgöngustofu og eru drög að henni til skoðunar hjá innaríkisráðuneytinu.