Viðurkenning á skipsbúnaði

Samgöngustofa gefur út viðurkenningar eða samþykkir skipsbúnað í samræmi við ákvæði viðeigandi regla

Viðurkenning felst í því þegar stjórnvöld viðurkenna ákveðna tegund og gerð af búnaði þegar þau hafa, á grundvelli prófana, komist að raun um að búnaðurinn uppfylli viðeigandi kröfur og gefið út vottorð því til staðfestingar. Samþykkt er þegar stjórnvöld hafa samþykkt búnað um borð á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samþykkt skal gerð í hverju einstöku tilfelli.

Kröfur til búnaðar eru ýmist séríslenskar eða í samræmi við alþjóðareglur. Hvað alþjóðareglur varðar, þarf ekki að óska eftir viðurkenningu sérstaklega, heldur athuga hvort búnaðurinn uppfylli kröfur í markaðseftirliti. Búnaður sem skal uppfylla séríslenskar kröfur skal viðurkenna sérstaklega og gefa út viðurkenningarskírteini.

Búnaður í samræmi við séríslenskar kröfur

Almennt er um að ræða kröfur til skipsbúnaðar (1, 2 og 3 hér að neðan) eða efnisgæða (4 og 5 hér að neðan). Tryggja þarf að búnaður sem er til sölu, til notkunar um borð í skipum, sé viðurkenndur. Þetta skal gert með eftirfarandi hætti:

  • Yfirferð og samþykkt teikninga: Óskað sé eftir upplýsingum um t.d. efnisgæði eða áritað að viðkomandi efni eða búnaður skuli vera viðurkennt.
  • Skipaskoðun: Skoðunarhandbók leiðbeinir skoðunarmönnum, hvaða efni eða búnaður skuli vera viðurkennt. (T.d. slöngur skv. Norðurlandareglum, skulu uppfylla tiltekinn staðal og skal það áritað á slönguna. Hafi slanga frá einum framleiðanda verið viðurkennd, þá skulu slöngur framleiddar af öðrum framleiðanda, samþykktar við skoðun, sé áletrun á slöngu í samræmi við það sem vera skal).
  • Markaðseftirlit: Í markaðseftirliti er mögulegt að athuga með annan búnað sem ekki þarf að vera CE/stýrishjólsmerktur.

Gjaldtaka

Gjöld vegna viðurkenninga og samþykkta greiðast af umsækjanda. Gjaldtaka miðast við framlagða vinnu við samþykkt.

Tilvísanir

Kröfur um viðurkenningu á efni og skipsbúnaði er að finna í eftirfarandi reglugerðum:

  1. Reglugerð um skipsbúnað, nr. 589/2004, gr. 2., 4. og 6.
  2. Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr. 122/2004, gr. 4;viðauki VII, gr. 3.gr.
  3. Reglur um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa nr.189/1994
  4. Reglur um smíði og búnað báta allt að 15 metrum að mestu lengd, nr.592/1994,  kafli EB og séríslenskar kröfur, gr. 2.5.
  5. Reglur um raforku og raflagnir, nr.28/1977, gr. 12.

Var efnið hjálplegt? Nei