Flugatvik - Spurt og svarað

Hér má sjá algengar spurningar er snúa að flugatvikum og svörin við þeim

Hvað er flugatvik?

Flugatvik er skilgreint sem rekstrartruflun, galli, bilun eða aðrar óeðlilegar aðstæður sem hafa eða kunna að hafa áhrif á flugöryggi án þess þó að hafa haft í för með sér slys. Tilkynning um flugatvik er leið sem gerir öllum hlutaðeigandi aðilum kleift að koma upplýsingum til Samgöngustofu.

Af hverju að tilkynna flugatvik?

Tilkynningar um flugatvik skipta miklu máli í nútíma umhverfi. Samantekt á tölfræði og greining hennar bendir til þess að helsti orsakaþáttur flugslysa og flugatvika tengist mannlegum mistökum á einn eða annan hátt. Meginmarkmið þess að tilkynna flugatvik er því að koma í veg fyrir slys og læra af reynslunni en ekki að finna blóraböggul.  Breyting á lögum um loftferðir gerir mögulegt að tilkynna án þess að eiga það á hættu að vera refsað fyrir.

Ef ég tilkynni flugatvik, er hægt að nota það gegn mér?

Samgöngustofa er bundin trúnaði samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 og reglugerð nr. 53/2006.  Ekki má nota tilkynningar um flugatvik sem sönnunargagn fyrir rétti eða til að refsa þeim sem tilkynnir. Eingöngu flugatvik sem verða vegna vítaverðs gáleysis t.d. misnotkun á áfengi og/eða lyfjum og ásetningsbrot eru undanþegin þeim trúnaði. Einnig eru ákvæði í lögunum er varða verndun þeirra upplýsinga sem tilkynningaraðili lætur af hendi.

Hverjar eru skyldur flugrekenda varðandi tilkynningu flugatvika?

Flugrekendum í flutningaflugi ber skylda til að tilkynna ákveðin atvik. Því er ekki um beina viðbót að ræða heldur breytingu á viðhorfi gagnvart tilkynningum.

Hvernig getur mín tilkynning um flugatvik aukið flugöryggi?

Meginástæður tilkynninga eru að auka flugöryggi og koma jafnframt í veg fyrir slys. Ef allir sem lenda í svipuðum atvikum tilkynna verða til dýrmæt gögn sem geta gefið margvíslegar upplýsingar um innri tengsl atvikanna. Sé t.d. um óvenjulega aukningu að ræða er hægt að grípa inn í með fræðslu og þjálfun og minnka þannig líkur á að slík atvik endurtaki sig og valdi jafnvel alvarlegri atvikum eða flugslysi.

Evrópusambandsríkin hafa öll nú þegar hafið skráningu flugatvika á þennan hátt samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og –ráðsins. Þau gögn eru sameinuð íslenskum gögnum í einn stóran grunn. Með grunninum er mögulegt að sjá heildarstöðu slíkra atvika og þannig auka enn frekar yfirsýn á tæknilegar bilanir og viðbrögð manna við þeim.

Hvað á að tilkynna?

Lista yfir það sem á að tilkynna er að finna í viðauka við reglugerð nr. 53/2006. Listinn er ekki tæmandi heldur er það lagt í hendur þeirra sem tilkynna að meta atvikið útfrá listanum og er viðaukinn ætlaður til leiðbeininga.

Hvert ber að tilkynna?

Tilkynna ber flugslys og alvarleg flugatvik strax til Rannsóknarnefndar Flugslysa í síma 511-1666, 112 eða á rnf@rnf.is samkvæmt gildandi lögum og nýrri reglugerð um tilkynningarskildu. Sama reglugerð segir einnig að tilkynna skuli öll flugatvik, flugslys og alvarleg flugatvik til Samgöngustofu skriflega á þar til gerðu eyðublaði og senda það með tölvupósti eða faxi innan 72 tíma frá því að atvikið átti sér stað.

Eyðublöðin er hægt að nálgast á vef Samgöngustofu, á skrifstofu stofnunarinnar sem og hjá flugrekendum. Leiðbeiningar um útfyllingu eyðublaðsins er einnig að finna á vef Samgöngustofu. Flugrekendur geta notað eigin eyðublöð séu þau samþykkt af Samgöngustofu.

Hvað er gert við tilkynningarnar?

Allar tilkynningar sem berast eru skráðar inn í aðgangsstýrðan vinnslugrunn sem heldur utan um öll frumgögn atvikanna. Atvikin eru svo skoðuð og ákvörðun tekin um hvort nánari upplýsinga sé þörf. Þá er atvikið skráð í alþjóðlegan gagnagrunn ( ECCAIRS) sem kostaður er og framleiddur af Evrópuráðinu.

Hvað er ECCAIRS og hvernig er hann notaður?

Allar tilkynningar um flugatvik eru skráðar í alþjóðlegan gagnagrunn (ECCAIRS) sem Evrópuráðið stendur að. Þessi grunnur er hannaður sérstaklega til að halda utan um skráningu flugatvika og notaður af flugmálastjórnum, rannsóknarnefndum og þeim flugrekendum sem það kjósa. Bæði er hægt að nota ECCAIRS sem tæki til tölfræðilegrar greiningar og sem rannsóknartæki. Hér á landi er hann notaður af Samgöngustofu til tölfræðilegrar greiningar og af Rannsóknarnefnd flugslysa við rannsókn á flugslysum og alvarlegum flugatvikum.

Hvaða utanaðkomandi aðili getur fengið upplýsingar úr ECCAIRS?

Einungis flugrekendur og aðrir þeir sem koma nálægt flugöryggi geta lagt fram fyrirspurnir um efni gagnagrunnsins og þá einungis fyrirspurnir er varða þeirra eigin starfsemi. Fyrirspurnum um samkeppnisaðila er alfarið hafnað.

Hvernig kemur það flugrekendum til góða að fá upplýsingar úr ECCAIRS?

Flugrekendur og aðrir sem tengjast flugrekstri geta fengið upplýsingar unnar úr ECCAIRS gagnagrunninum sem geta hjálpað  við að gera reksturinn ennþá öruggari. Dæmi um þær upplýsingar sem gætu nýst flugrekendum er tölfræði um atvik sem tengjast sömu flugvélategund og þeir nota, tíðni ákveðinna bilana í samanburði við eigendur samskonar flugvéla og tíðni árekstarhættu (TCAS) í samanburði við aðrar þjóðir Evrópu.

Hvenær hófst skráning flugatvika?

Formelg skráning flugatvika hófst hérlendis árið 2005.

Hver eru tilkynningaskyld flugatvik?

Í meðfylgjandi lista (hlekkur á listann hér fyrir neðan) eru taldar upp aðstæður og flugatvik sem tilkynna ber Samgöngustofu á þar til gerðum eyðublöðum. Listinn er í tveimur hlutum:

 • Tilkynningarskylda vegna aðstæðna sem gerir lofthæfi flugvélar ógilt

 • Tilkynningaskylda vegna ýmissa atvika

Un-airworthy Conditions — Aðstæður er rifta lofthæfi flugvélar (Reported by Maintenance)

 1. Serious cracks, permanent deformation, burning or serious corrosion or failure of structure of the aircraft or engine.
 2. Failure of any emergency system during scheduled testing.
 3. Failure of a life limited component before completion of the full life of the component.
 4. Any failure, malfunction or defect that is a result of complying with an AD or SB.
 5. Un-airworthy conditions must be reported to the CAA and Aircraft Type Certificate holder.

Occurrences — Flugatvik (Reported by Flight Crew and/or Maintenance)

 1. When a SYSTEM DEFECT occurs which adversely affect the handling characteristics of the aircraft or renders it unfit to fly.
 2. When DOUBLE Aircraft SYSTEM Failure Occurs.
 3. Flameout, shutdown or significant MALFUNCTION of any ENGINE.
 4. When there is warning of FIRE or SMOKE, or when fire, explosion, smoke, toxic or noxious fumes occur.
 5. TECHNICAL document ERROR that could endanger aircraft safety.
 6. When an EMERGENCY is declared.
 7. When SAFETY EQUIPMENT or PROCEDURES are defective or inadequate.
 8. When deficiencies occur in any OPERATING PROCEDURES or MANUALS.
 9. When there is incorrect LOADING of fuel, cargo or livestock, or DANGEROUS GOOD, or as significant LOADSHEET error.
 10. When OPERATING STANDARDS are degraded due to deficient GROUND SUPPORT facilities.
 11. When GROUND DAMAGE occurs.
 12. When a REJECTED TAKE-OFF is executed after take-off power is established.
 13. When an EXCURSION occurs, if any part of the airplane leaves the paved surface during taxiing, take-off or landing.
 14. When significant HANDLING DIFFICULTIES are experienced.
 15. When a NAVIGATOR ERROR occurs involving a significant deviation from the intended track.
 16. When a HEIGHT CONTROL error of more than 300 feet occurs.
 17. When there is an EXEEDANCE of the LIMITING PARAMETERS for the AEROPLANE CONFIGURATION or when a significant UNINTENTIONAL SPEED CHANGE occurs.
 18. When COMMUNICATIONS fail or are impaired.
 19. Whenever a GO-AROUND or a WINDSHEAR GO-AROUND is flown.
 20. Whenever a GPWS WARNING occurs.
 21. Whenever STALL WARNING occurs.
 22. When a HEAVY LANDING CHECK is required.
 23. When serious LOSS OF BREAKING occurs.
 24. When the AEROPLANE IS EVACUATED.
 25. When the aircraft lands with FINAL RESERVE FUEL OR LESS remaining.
 26. When an AIRPROX (Air miss) or ATC INCIDENT or WAKE TURBULANCE event occurs.
 27. When significant TURBULANCE or WINDSHEAR is encountered or other SEVERE WEATHER.
 28. When crew or passengers are SERIOUSLY ILL, INJURED or become INCAPACITATED.
 29. When there is difficulty in controlling VIOLENT, ARMED or INTOXICATED passengers or when the passenger RESTRAINT KIT is used.
 30. When TOILET SMOKE DETECTORS are activated or vandalized.
 31. When an act of aggression, e.g. passengers or HI-JACK occurs.
 32. When SECURITY procedure are breached.
 33. When BIRD STRIKE or other FOREIGN OBJECT DAMAGE occurs.
 34. Any event where SAFETY STANDARDS ARE SIGNIFICANTLY REDUCED occurs.
 35. When TCAS resolution advisory occurs.
 36. Any event, which may provide USEFUL INFORMATION FOR THE ENHANCEMENT OF FLIGHT SAFETY.
 37. When the aircraft did not LAND at PLANNED destination. (hér endar það sem fellur undir hlekkinn)

Var efnið hjálplegt? Nei