Area 100 - KSA
Fagið "100 – Knowledge, Skills and Attitudes (KSA)" er nýtt í ATPL námi og er námsmat í því fagi framkvæmt af flugskólum. Þar eru flugtengd atriði úr náminu vafin saman í hagnýt verkefni sem nemendur leysa, oftast í hópum.
Með því er hægt að kanna þekkingu, færni og viðmót nemenda á mismunandi tímum í þjálfuninni. Það er gert með það að markmiði að:
- Efla samskiptakunnáttu og hæfni nemenda í að vinna saman í hóp;
- Efla staðsetningarvitund og ákvörðunartöku;
- Efla tíma- og álagsstjórnun;
- Varpa ljósi á óæskilegt viðmót eða atferli nemenda sem bæta þarf úr;
- Dýpka skilning nemenda á námsefninu í heild sinni.
Einnig verður farið yfir:
- "Threat and error management (TEM)";
- "Upset prevention and recovery training (UPRT)";
- Hugarreikning (Mental Maths).
Ekki er prófað úr "Area 100–KSA" á prófum Samgöngustofu.
Standast þarf lokanámsmat í faginu 100 - Knowledge, Skills and Attitudes (KSA) hjá flugskóla áður en nemandi hefur fyrstu tilraun við sitt síðasta próffag á prófum Samgöngustofu.
Nemendum er bent á að vera í sambandi við sinn flugskóla með allar fyrirspurnir í tengslum við "Area 100-KSA".
Námskrána í heild sinni má nálgast á vef EASA.