Prófsýning

Próftökum í bóklegum prófum hjá Samgöngustofu er heimilt að sækja um prófsýningu á þar til gerðum eyðublöðum

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað fyrir prófsýningu á vef Samgöngustofu.

Best er að vista skjalið sem 'word' skjal og senda í viðhengi með tölvupósti á netfangið prof@icetra.is eða skila því inn í móttöku Samgöngustofu,   Ármúla 2, 108 Reykjavík. Greitt er fyrir prófsýningu með kreditkorti símleiðis eða með millifærslu á reikning Samgöngustofu. Nánari upplýsingar má finna á umsóknareyðublaði.

Aðeins verða birt svör við þeim spurningum sem var rangt svarað á prófi.

Símgreiðsla : Samgöngustofa  s. 480-6000 - greitt með kreditkorti.

Millifærsla : Reikningur Samgöngustofu: 0515-26-131260, kt. 540513-1040*

* Sé greitt með millifærslu skal setja kennitölu umsækjanda í skýringu og senda kvittun á prof@icetra.is.

Prófsýningargjald er 560 kr. fyrir hvert próf sem sótt er um að skoða.

Athugið að umsókn um prófsýningu er ekki gild nema greiðsla hafi borist fyrir síðasta skráningardag. Einungis próftökum sem þreyttu próf í síðustu prófasetu gefst völ á prófsýningu hverju sinni.

Næstu prófsýningar:

Prófsýning fyrir einkaflugmanns- og atvinnuflugmannspróf verður haldin 19. desember nk. í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2.

  • Einkaflugmannspróf (PPL) kl. 13:00 - 14:00
  • Atvinnuflugmannspróf (ATPL) kl. 14:00 - 15:00

Umsókn og greiðsla þurfa að berast í síðasta lagi 17. desember 2018.  Ekki er tekið við umsóknum um prófsýningu eftir þann tíma. 

Prófsýningargjöld fást ekki endurgreidd eftir að umsóknarfrestur er liðinn.


Var efnið hjálplegt? Nei