Skírteini

Samgöngustofa ber ábyrgð á útgáfu flugstarfaskírteina, samþykkir nám varðandi þau og hefur eftirlit með samþykktum þjálfunarfyrirtækjum (ATO) og þjálfun hjá flugfélögum

Öll flugstarfaskírteini, skírteini flugumferðarstjóra og skírteini flugvélatækna sem gefin eru út á Íslandi eru í samræmi við staðla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (viðauka 1 – ICAO Annex 1). Að auki eru eftirfarandi skírteini háð samevrópskum reglum sem innleiddar eru á grundvelli EES samningsins:

  • Skírteini flugumferðarstjóra  

  • Skírteini flugvéltækna

  • Skírteini flugmanna á flugvélar, þyrlur, svifflugur, loftbelgi, loftskip og vænghnitur (e. powered lift aircraft)Var efnið hjálplegt? Nei