Algengar spurningar

Hversu lengi gildir flokksáritun á einshreyfils einstjórnarflugvél (single engine piston/SEP) og hvernig framlengi ég áritunina?

Flokksáritun á einshreyfils einstjórnarflugvél (SEP) gildir í tvö ár. Til að framlengja SEP áritun áður en hún fellur úr gildi þarf skírteinishafi að uppfylla annað eftirtalinna skilyrða:

  • Standast hæfnipróf með prófdómara innan þriggja mánaða áður en áritun rennur út.

  • Ljúka 12 klst. fartíma í viðeigandi flokki innan 12 mánaða áður en áritun rennur úr gildi, þ.m.t.:
    • 12 flugtök og 12 lendingar;
    • 6 klst. fartímar sem flugstjóri, og;
    • A.m.k. 1 klst. þjálfunarflug með flugkennara (umsækjendur sem hafa staðist færnipróf eða hæfnipróf fyrir aðra flokks- eða tegundaráritun eru undanþegnir þjálfunarflugi með kennara)

Umsækjendur sem eru bæði handhafar SEP áritunar og áritunar fyrir ferðavélsvifflugu (TMG) geta uppfyllt framangreindar kröfur í hvorum flokknum sem er eða sambland af þessu og fengið framlengingu á báðum áritunum.

Hversu lengi gildir flokksáritun á fjölhreyfla einstjórnarflugvél (multi engine piston/MEP) og hvernig framlengi ég áritunina?

Flokksáritun á fjölhreyfla einstjórnarflugvél gildir í eitt ár. Til að framlengja þá áritun áður en hún fellur úr gildi þarf handhafi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  •  Standast hæfnipróf allt að þremur mánuðum áður en áritun fellur úr gildi, og;
  •  Ljúka minnst tíu flugum á viðkomandi flokk flugvélar eða einu flugi með prófdómara (það má fara fram á meðan á hæfniprófinu stendur).

Hve lengi gildir blindflugsáritun (IR) og hvernig framlengi ég áritunina?

Blindflugsáritun gildir í eitt ár. Hæfnipróf til framlengingar á blindflugsáritun er tekið um leið og færni- eða hæfnipróf fyrir flokks- eða tegundaráritun.

Hvernig endurnýja ég útrunna áritun?


Sé áritunin fallin úr gildi þarf upprifjun/mat á upprifjun hjá flugskóla áður en haft er samband við prófdómara til að bóka hæfnipróf. Flugkennari getur einnig metið þörf fyrir þjálfun til upprifjunar ef SEP áritun er útrunnin skemur en 3 ár. Gögn um upprifjun/mat á upprifjun (LF-443) þurfa að fylgja skýrslu um hæfnipróf.


Var efnið hjálplegt? Nei