Skipamælingar

Gert er ráð fyrir að sérhvert fljótandi far sem skráð er í íslenska skipaskrá sé mælt 

Um slíkar mælingar gilda Skipalög nr. 66/2021 . Skipamælingar skiptast í þrjá flokka með mismunandi verklagi; brúttótonnamæling skipa sem eru allt að 15 metra löng, brúttótonnamæling skipa sem eru lengri en 15 metrar.

Gjöld

Eigendur skipa greiða fyrir skipamælingar í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu Nr. 220.

Ítarefni

Hægt er að skoða lýsingar á verklagi brúttótonnamælingar skipa undir 15 metrum, skipa sem eru 15 metrar eða lengri, auk brúttórúmlestarmælingar.

Verklag - Brúttótonnamæling skipa undir 15 metrum

Farið er á vettvang og aðalmál skipsins mæld, skráningarlengd, skráningarbreidd, mótuð dýpt og mesta lengd. Á skrifstofu eru brúttó- og nettótonnastærðir skipsins reiknaðar og gerð mælingarskýrsla, sem lögð er hjá skipaskráningu til útgáfu á mælibréfi og skráningarskírteini. Afrit skýrslunnar, ásamt mælingargögnum, eru sett í rafræna skjalageymslu. 

Verklag - Brúttótonnamæling skipa 15 metra eða lengri

Einkareknar skipatækniþjónustur og reikna út heildarrúmmál þeirra og brúttó- og nettótonnatölu skipanna og senda Skipatæknideild niðurstöðurnar til samþykktar. Fulltrúi Samgöngustofu fer um borð í skipið til að kanna hvort skipið sé smíðað á þann veg sem mælingar og útreikningar skipatækniþjónustunnar sýna. Að því loknu yfirfer hann öll gögn á skrifstofu, bæði gögn skipatækniþjónustunnar og sín eigin, og útbýr mælibréf á grundvelli niðurstöðunnar, þar sem tilgreind eru öll þau rými sem brúttó- og nettótonnastærð skipsins byggir á. Skipatæknideild gefur síðan út mælibréf sem skipsskjal í umboði ríkisstjórnar Íslands. Útreikningarnir eru endursendir til skipatækniþjónustunnar með rafrænni áritun, en annað eintak útreikninganna, sem og öll önnur gögn varðandi mælinguna, eru sett í rafrænt skjalasafn. Aðalmál skipsins eru mæld af starfsmönnum Samgöngustofu. Ef þau mál eru mæld erlendis, eru gjarnan fengnir viðurkenndir aðilar að mæla þessi mál í viðurvist fulltrúa flokkunarfélags.

Tilvísanir

Skipalög nr. 66/2021

Reglugerð um mælingu skipa með lengd allt að 24 metrum nr. 794/2014

Reglur um mælingar skipa, nr. 244/1987, m. br., sbr. alþjóðasamþykkt

Auglýsing um gildistöku alþjóðasamnings um mælingar skipa nr.11/1987

Reglur um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum nr.  592/1994

Verklagsreglur

VIN-2096 Mæling báta með mestu lengd allt að 15 metrum.

VIN-2095 Mæling báta með mestu lengd allt að 15 metrum, sem búnir eru skutgeymi, stýriskassa, síðustokkum og/eða veltikjölum. 

Ítarefni

Minnisblað um skipamælingar

Grein um skipamælingar eftir Ara Guðmundsson, skipatæknifræðing.


Var efnið hjálplegt? Nei