Skipamælingar

Gert er ráð fyrir að sérhvert fljótandi far sem skráð er í íslenska skipaskrá sé mælt 

Um slíkar mælingar gilda lög nr.  146/2002. Skipamælingar skiptast í þrjá flokka með mismunandi verklagi; brúttótonnamæling skipa sem eru allt að 15 metra löng, brúttótonnamæling skipa sem eru lengri en 15 metrar og brúttórúmlestarmæling.

Gjöld

Eigendur skipa greiða fyrir skipamælingar í samræmi við 13.gr. laga nr.  119/2012 um Samgöngustofu.

Ítarefni

Hægt er að skoða lýsingar á verklagi brúttótonnamælingar skipa undir 15 metrum, skipa sem eru 15 metrar eða lengri, auk brúttórúmlestarmælingar.

Verklag - Brúttótonnamæling skipa undir 15 metrum

Farið er á vettvang og aðalmál skipsins mæld, skráningarlengd, skráningarbreidd, mótuð dýpt og mesta lengd. Á skrifstofu eru brúttó- og nettótonnastærðir skipsins reiknaðar og gerð mælingarskýrsla, sem lögð er hjá skipaskráningu til útgáfu á mælibréfi og skráningarskírteini. Afrit skýrslunnar, ásamt mælingargögnum, er sett í skjalageymslu á Skipatæknideild.

Verklag - Brúttótonnamæling skipa 15 metra eða lengri

Einkareknar skipatækniþjónustur mæla skipin og reikna út heildarrúmmál þeirra og brúttó- og nettótonnatölu skipanna og senda Skipatæknideild niðurstöðurnar til samþykktar. Fulltrúi Samgöngustofu fer um borð í skipið til að kanna hvort skipið sé smíðað á þann veg sem mælingar og útreikningar skipatækniþjónustunnar sýna. Að því loknu yfirfer hann öll gögn á skrifstofu, bæði gögn skipatækniþjónustunnar og sín eigin, og útbýr mælibréf á grundvelli niðurstöðunnar, þar sem tilgreind eru öll þau rými sem brúttó- og nettótonnastærð skipsins byggir á. Skipatæknideild gefur síðan út mælibréf sem skipsskjal í umboði ríkisstjórnar Íslands. Eitt eintak útreikninganna er endursent til skipatækniþjónustunnar með áritun, en annað eintak útreikninganna, sem og öll önnur gögn varðandi mælinguna, eru sett í skjalasafn Skipatæknideildar.

Verklag - Brúttórúmlestamæling

Brúttórúmlestamæling þilfarsskipa fer fram á þann veg að mæla þarf öll aðalmál skipsins. Enn fremur þverskurði bolsins með ákveðnu millibili með tilliti til stærðar skipsins. Einnig er mæld hæð á böndum, botnstokkum og vélarundirstöðum sem og vistarverur ofan aðalþilfars, sem reglum skv. ber að reikna með í heildarrúmtaki. Að því loknu er reiknað út rúmtak á hverju einstöku rými, niðurstöður lagðar saman og heildarniðurstaðan umreiknuð í brúttórúmlestir.

Brúttórúmlestamæling opinna báta fer fram á þann veg, að mæld er mesta lengd bátsins milli stafna, breidd hans á milli banda í borðstokkshæð og dýpt frá borðstokki niður á botnstokk miðskips. Niðurstöðutölur eru margfaldaðar hver með annarri og deilt í niðurstöðuna með stuðli, sem byggir á alþjóðasamningi um brúttórúmlestamælingar.

Brúttórúmlestir eru skráðar á mælibréf og öll gögn varðandi mælinguna eru sett í skjalasafn Skipatæknideildar.

Tilvísanir

Lög um skipmælingar nr. 146/2002

Reglugerð um mælingu skipa með lengd allt að 24 metrum nr. 527/1997

Reglur um mælingar skipa, nr.  244/1987, m. br., sbr. alþjóðasamþykkt

Auglýsing um gildistöku alþjóðasamnings um mælingar skipa nr.11/1987

Reglur um skipamælingar nr.167/1967 -   Myndir skipamaelingar

Lög um eftirlit með skipum nr.  47/2003

Reglur um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum nr.  592/1994

Verklagsreglur

25.03.02.02.02 Mæling báta með mestu lengd allt að 15 metrum

25.03.02.02.03 Mæling báta með mestu lengd allt að 15 metrum,

sem búnir eru skutgeymi, stýriskassa, síðustokkum og/eða veltikjölum 

Ítarefni

Minnisblað um skipamælingar

Grein um skipamælingar eftir Ara Guðmundsson skipatæknifræðing


Var efnið hjálplegt? Nei