Siglingavernd

Hlutverk siglingaverndar felst í að gera allar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem ætlaðar eru til að vernda sjóflutninga, skip, hafnir, farm, útgerðir og viðeigandi fyrirtæki gegn hryðjuverkum eða ógn sem stafar af vísvitandi ólögmætum aðgerðum. 

Skilgreiningu og markmiðum Siglingaverndar (e. maritime security) er skipt í þrjá þætti:

Skipavernd (e. ship security)

Forvarnir (fyrirbyggjandi ráðstafanir) til að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega og farms gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum.

Hafnavernd (e. port/port facility security)

Forvarnir (fyrirbyggjandi ráðstafanir) til að tryggja vernd hafnar/hafnaraðstöðu gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum.

Farmvernd (e. cargo security)

Forvarnir (fyrirbyggjandi ráðstafanir) til að vernda farm gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum.


Samgöngustofa veitir heimildir, samþykki og leyfi varðandi siglingavernd. Eftirlitið er einnig í formi úttekta (úttektir, eftirlit og prófanir) sem starfsmenn framkvæma. Úttektirnar taka meðal annars mið af reglugerðum Evrópusambandsins á sviðum siglingaverndar, siglingaverndaráætlunum og gæðakerfum. Til viðbótar er veitt sérfræðiþjónustu til þeirra sem þess óska varðandi þessa málaflokka.

Í desember 2002 samþykkti Alþjóðasiglingamálastofnunin, IMO, kröfur um sérstakar ráðstafanir til að auka og efla siglingavernd hjá skipum í alþjóðlegum siglingum og hafnarvernd í höfnum sem þjóna slíkum skipum. Kröfurnar birtast í kafla við SOLAS-samþykktina, alþjóðlega samþykkt um öryggi mannslífa á hafi, og eru settar fram í svokölluðum ISPS-kóða (sjá  ISPS-kóðinn-A og  ISPS-kóðinn-B ).

Gagnlegir tenglarVar efnið hjálplegt? Nei