Undanþágunefnd

Undanþágunefnd getur veitt manni án tiltekinna leyfa tímabundna undanþágu til að gegna stöðu á skipi.

Á þetta við, telji nefndin að öryggi mannslífa, eigna eða umhverfis verði ekki stefnt í hættu og að viðkomandi sé hæfur til að annast starfið á öruggan hátt.

Hverjum má veita undanþágu?

Aðeins má veita þeim undanþágu sem hefur skírteini til að gegna næstu lægri stöðu eða uppfyllir kröfur reglugerðar um undanþágur. Undanþágu má ekki veita til að gegna stöðu skipstjóra eða yfirvélstjóra nema í neyðartilvikum og þá aðeins í eins skamman tíma og unnt er.

Um undanþágunefnd

Undanþágunefnd er skipuð og starfa skv.14.grein laga  nr. 30/2007. Hún samanstendur af fimm einstaklingum skipuðum af innanríkisráðherra sem jafnframt setur nefndinni starfsreglur sem birtar eru með fullnægjandi hætti. Sæti í nefndinni skiptast með þessum hætti:

  • Formaður, tilnefndur af ráðherra.

  • Tveir fulltrúar tilnefndir af samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

  • Einn fulltrúi tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.

  • Einn fulltrúi tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna.

Upplýsingar um skipan nefndarinnar má nálgast á vef stjórnarráðsins.

Umsókn um undanþágu


Erindi og fyrirspurnir um störf nefndarinnar skal senda á sigling@samgongustofa.is 


Var efnið hjálplegt? Nei