Uppfærsla skipstjórnarréttinda
úr <12 metra í <15 metra
Fram til 1. janúar 2021 geta handhafar skipstjórnarskírteinis <12 metra sótt um uppfærslu réttindanna í <15 metra uppfylli þeir sett skilyrði.
Fram til 1. janúar 2021 geta handhafar skipstjórnarskírteinis <12 metra sótt um uppfærslu réttindanna í <15 metra uppfylli þeir eftirfarandi skilyrði:
·
Hefur verið lögskráður sem skipstjóri í a.m.k.
12 mánuði
·
Uppfyllir kröfur laga og reglugerðar um aldur,
menntun og heilbrigði
·
Hefur lokið öryggisfræðslunámi smáskipa
·
Hefur lokið viðurkenndu námskeiði í skyndihjálp
Þeir sem hófu nám til réttinda eftir 1. september 2020 fá sjálfkrafa réttindi <15 metra.
Hvar sæki ég um endurnýjun?
Fylltu út rafræna umsókn um útgáfu eða endurnýjun á STCW-F atvinnuskírteini á fiskiskip og önnur skip (innskráning með Íslykli eða rafrænum skilríkjum).
Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókninni?
Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn áður en hún er tekin til afgreiðslu:
1. Læknisvottorð um sjón, heyrn og
heilbrigði sjómanna (ekki eldra en 6 mánaða).
2. Nýleg
passamynd (35x45mm/600 px) - stafræn eða á ljósmyndapappír.
3. Staðfesting
á greiðslu skírteinis.
4. Skjöl
um tilskilinn siglingatíma (ef siglingatími er erlendis, þá með sjóferðabók eða
vottorði útgerðar).
5. Afrit
af prófskírteini frá skóla (frumútgáfa).
6. Afrit
af áður útgefnu atvinnuskírteini (endurnýjun).
Gögnin skal senda rafrænt sem fylgiskjöl með umsókninni. Einnig er hægt að senda gögn á netfangið sigling@samgongustofa.is eða í pósti merkt Samgöngustofa, Ármúli 2, 108 Reykjavík.
Hvað tekur umsóknarferlið langan tíma?
Samgöngustofa miðar við að afgreiða skírteini innan 12 virkra daga frá því öll gögn og greiðsla hafa borist. Umsækjendur geta óskað eftir því að fá skírteinið póstsent eða sótt til Samgöngustofu Ármúla 2.
Hvað kostar að endurnýja réttindin?
Gjald fyrir umsókn um
útgáfu og/eða endurnýjun atvinnuskírteina fyrir fiskiskip, varðskip og önnur
skip (STCW-F) fer eftir gjaldskrá Samgöngustofu og
er kr. 9.123-.
Gjaldið greiðist inná reikning nr. 515-26-210777 í Íslandsbanka.
Reikningseigandi er Samgöngustofa kt: 540513-1040. Greiðslukvittun skal senda á
sigling@samgongustofa.is.
Hvaða öryggisfræðslu þarf ég að hafa lokið?
Lengra öryggisfræðslunámskeiðið (5 dagar) dekkar bæði öryggisfræðslunám smáskipa og skyndihjálp. Þeir sem hafa aðeins lokið öryggisfræðslu smábáta (1 dagur) þurfa að sýna fram á að hafa lokið viðurkenndu námskeiði í skyndihjálp. Námskeiðin þurfa að vera í gildi þegar skírteini er gefið út.
Hvað gerist ef ég endurnýja ekki fyrir 1. janúar 2021?
Sá sem er handhafi skipstjórnarskírteinis (<12 metrar) og hefur verið lögskráður sem skipstjóri í a.m.k. 12 mánuði fyrir 1. janúar 2021 heldur skipstjórnarréttindum sínum óbreyttum, þ.e. 12 metra skipstjórnarréttindi í strandsiglingum, en þarf að endurnýja skírteini sitt að gildistíma liðnum eða sækja viðbótarnám til aukinna skipstjórnarréttinda (<15 metrar).
Ég hef ekki náð að vera lögskráður skipstjóri í 12 mánuði, hvaða áhrif hefur þetta á mig?
Sá sem er handhafi skipsstjórnarskírteinis (<12 metrar) og hefur ekki verið lögskráður sem skipstjóri í a.m.k. 12 mánuði fyrir 1. janúar 2021, heldur skipstjórnarréttindum (<12 metrar) sínum óbreyttum, en þarf að endurnýja skírteini sitt að gildistíma liðnum eða sækja viðbótarnám til aukinna skipstjórnarréttinda (<15 metrar).
Ég sé ekki fram á að ná tilskildum siglingatíma fyrir 1. janúar 2021, hef ég lengri frest?
Sá sem hefur lokið smáskipanámi til 12 metra skipstjórnarréttinda fyrir 1. september 2020, en ekki náð tilskildum siglingatíma, getur fengið útgefið skipstjórnarskírteini (<12 metrar) þegar tilskildum siglingatíma er náð, en þó ekki lengur en til 31. desember 2022. Að öðrum kosti verður viðkomandi að sækja viðbótarnám til aukinna skipstjórnarréttinda (<15 metrar).
Ég hóf smáskipanám í september, hvaða réttindi fæ ég að loknu námi?
Þeir sem hófu nám til skipstjórnarréttinda eftir 1. september 2020 fá sjálfkrafa réttindi <15 metra.
Af hverju þarf ég að endurnýja? Hverju er verið að breyta?
Með lögum nr. 166/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Með lögunum var skilgreiningu á hugtakinu smáskip breytt þannig að þau teljast nú vera skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri í stað 12 metra áður. Þá var sett ákvæði til bráðabirgða um að skipstjórnar- og vélstjórnarmenn, sem hafa skírteini til að starfa á skipum sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd, eigi rétt til 1. janúar 2021 á að fá útgefið skírteini til þess að gegna sömu störfum á skipum sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri að uppfylltum öðrum skilyrðum laga og kröfum um lágmarks-siglingatíma eins og nánar verði kveðið á um í reglugerð. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú gefið út nýja heildarreglugerð nr. 944/2020, á grundvelli laganna.