Covid-19 upplýsingasíða

Hér að neðan má finna helstu upplýsingar og ákvarðanir Samgöngustofu vegna COVID-19 faraldursins. Hægra megin á síðunni eru fjórar undirsíður: Almennar upplýsingar, Flug, Siglingar og Umferð. Á þessum síðum birtast upplýsingar og ákvarðanir sem eiga sérstaklega við þessa flokka.

Afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla er opin alla virka daga kl. 9-15. Fleiri þjónustuleiðir eru einnig opnar:


Óbreyttar reglur á landamærum til 1. júlí

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærum til 1. júlí næstkomandi. 

Lesa meira

Flugfélögum skylt að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð fyrir brottför til Íslands

Frá og með 5. júní nk. verður flugfélögum sem fljúga til Íslands skylt að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 fyrir brottför til landsins. Reglugerð þessa efnis var birt í gær og tekur gildi á laugardaginn.

Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir (uppfærðar 1. júní 2021)

Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir sem sinna farþegaflugi og vöruflutningum í millilandaflugi vegna COVID-19. Útgáfudagur er 1. júní 2021 en leiðbeiningarnar hafa verið og verða uppfærðar eftir þörfum.

 

Lesa meira

Gildandi takmörkun á samkomum

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 25. maí og gildir til og með 16. júní 2021. Samgöngustofa vekur athygli á að

Lesa meira