COVID-19 upplýsingasíða

Hér að neðan má finna helstu upplýsingar og ákvarðanir Samgöngustofu vegna COVID-19 faraldursins. Hægra megin á síðunni eru fjórar undirsíður: Almennar upplýsingar, Flug, Siglingar og Umferð. Á þessum síðum birtast upplýsingar og ákvarðanir sem eiga sérstaklega við þessa flokka.

Afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla er opin alla virka daga kl. 9-15. Fleiri þjónustuleiðir eru einnig opnar:


Ný reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi

Ný reglugerð nr. 1669/2021 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi, tekur gildi 1. janúar 2022. Samkvæmt reglugerðinni er flugrekanda ekki lengur skylt að synja farþega um far hafi hann ekki forskráð sig eða geti ekki sýnt fram á tilskilin vottorð.

Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða

Hér má finna uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða vegna COVID-19 sem Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hafa gefið út.

Lesa meira

Breyting á reglugerð er varðar skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi

Ný reglugerð nr. 961/2021 um breytingu á reglugerð nr. 650/2021 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi, tekur gildi 1. september nk.

Lesa meira

Farið fram á neikvætt COVID-19 próf á landamærum hjá bólusettum/með fyrri sýkingu

Frá og með 27. júlí þurfa allir bólusettir farþegar og þeir sem eru með vottorð um fyrri COVID-19 sýkingu, einnig að framvísa neikvæðu COVID-prófi áður en farið er um borð í flugvél eða skip á leið til Íslands.

Lesa meira