Covid-19 - upplýsingasíða

Hér að neðan má finna helstu upplýsingar og ákvarðanir Samgöngustofu vegna COVID-19 faraldursins. Hægra megin á síðunni eru fjórar undirsíður: Almennar upplýsingar, Flug, Siglingar og Umferð. Á þessum síðum birtast upplýsingar og ákvarðanir sem eiga sérstaklega við þessa flokka.

  • Almenn afgreiðsla í Ármúla 2 hefur verið opnuð á ný en viðskiptavinum er bent á að virða tveggja metra regluna, nota spritt fyrir og eftir afhendingu gagna og gæta ávallt fyllstu varúðar.  Viðskiptavinir eru áfram hvattir til þess að kynna sér þær leiðir sem í boði eru til að ganga frá sínum erindum.

Upplýsingasíða varðandi réttindi farþega vegna COVID-19 faraldursins


Almannavarnastig fært á hættustig

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveiru faraldursins (Covid-19)

Lesa meira

Ferðatakmarkanir framlengdar til 15. júní

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að ferðatakmarkanir sem tóku gildi þann 20. mars sl. verði framlengdar til 15. júní 2020, í samræmi við tilmæli framkvæmdastjórnar ESB til aðildarríkja Schengen samstarfsins. 

Lesa meira

Álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað að nýju

Álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verður frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum. 

Lesa meira

Verkleg ökukennsla heimil frá 4. maí

Frá og með 4. maí verður heimilt að sinna ökukennslu, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir.

Lesa meira