Covid-19 - upplýsingasíða

Hér að neðan má finna helstu upplýsingar og ákvarðanir Samgöngustofu vegna COVID-19 faraldursins. Hægra megin á síðunni eru fjórar undirsíður: Almennar upplýsingar, Flug, Siglingar og Umferð. Á þessum síðum birtast upplýsingar og ákvarðanir sem eiga sérstaklega við þessa flokka.

  • Almenn afgreiðsla í Ármúla 2 hefur verið opnuð á ný en viðskiptavinum er bent á að virða tveggja metra regluna, nota spritt fyrir og eftir afhendingu gagna og gæta ávallt fyllstu varúðar. Viðskiptavinir eru áfram hvattir til þess að kynna sér þær leiðir sem í boði eru til að ganga frá sínum erindum.

Upplýsingasíða varðandi réttindi farþega vegna COVID-19 faraldursins


Uppfærðar leiðbeiningar til leigubílstjóra

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar til leigubílstjóra

Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hefur nú gefið út leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða - sóttvarnaráðstafanir vegna aksturs með farþega og farþega í sóttkví. 

Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hefur nú gefið út leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða - sóttvarnaráðstafanir vegna aksturs með farþega og farþega í sóttkví. 

Lesa meira

Skimun við landamærin

Frá miðvikudeginum 19. ágúst eru allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. 

Lesa meira