Farið fram á neikvætt COVID-19 próf á landamærum hjá bólusettum/með fyrri sýkingu

Frá og með 27. júlí þurfa allir bólusettir farþegar og þeir sem eru með vottorð um fyrri COVID-19 sýkingu, einnig að framvísa neikvæðu COVID-prófi áður en farið er um borð í flugvél eða skip á leið til Íslands.

Frá og með 27. júlí þurfa allir bólusettir farþegar og þeir sem eru með vottorð um fyrri COVID-19 sýkingu, einnig að framvísa neikvæðu COVID-prófi áður en farið er um borð í flugvél eða skip á leið til Íslands. Frá þessum farþegum er tekið á móti neikvæðu PCR-prófi eða COVID-19 hraðprófi (e. rapid antigen test). Prófið þarf að vera tekið innan við 72 tímum fyrir brottför á fyrsta legg ferðar.

Sem fyrr þurfa farþegar sem hvorki hafa lokið bólusetningu né staðfesta fyrri sýkingu að framvísa við byrðingu loftfars neikvæðu PCR-prófi. Frá þessum farþegum er ekki tekið á móti COVID-19 hraðprófi (e. rapid antigen test). PCR-prófið skal hafa vera tekið innan við 72 tímum fyrir brottför á fyrsta legg ferðar.