Ferðatakmarkanir til Íslands og 14 daga sóttkví fyrir alla með búsetu á Íslandi - uppfært

Eins og áður hefur komið fram hafa íslensk stjórnvöld innleitt ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen svæðisins í samræmi við tilmæli leiðtogaráðs Evrópusambandsins vegna útbreiðslu Covid-19. Vinsamlegast athugið jafnframt að frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020 er Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi skylt að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, án tillits til þess hvaðan þeir eru að koma. 

Eins og áður hefur komið fram hafa íslensk stjórnvöld innleitt ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen svæðisins í samræmi við tilmæli leiðtogaráðs Evrópusambandsins vegna útbreiðslu Covid-19.

Frá og með 20. mars 2020 er öllum erlendum ríkisborgurum – nema ríkisborgurum ESB/EES, EFTA og Bretlands – óheimilt að koma til Íslands. Tilmælin gilda til og með 17. apríl 2020.

Vinsamlegast athugið jafnframt að frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020 er Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi skylt að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, án tillits til þess hvaðan þeir eru að koma. Þetta gildir einnig um Íslendinga sem eru búsettir erlendis og koma til landsins sem og nýja íbúa.

 

Sjá nánar á vef Útlendingastofnunar.


Var efnið hjálplegt? Nei