Leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir vegna COVID-19 (úr gildi)

Hér má finna uppfærðar leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir sem sinna farþegaflugi og vöruflutningum í millilanda- og innanlandsflugi með tilliti til sýkingar af völdum COVID-19.

Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur gefið út uppfærðar íslenskar leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir sem sinna farþegaflugi og vöruflutningum í millilanda- og innanlandsflugi með tilliti til sýkingar af völdum COVID-19. Markmið með þessum leiðbeiningum er að stuðla að heilbrigðu og öruggu umhverfi fyrir farþega, flugvallarstarfsmenn, flugáhafnir og viðbragðsaðila á flugvöllum og í flugi.


Leiðbeiningarnar eru byggðar á COVID-19 Aviation Health Safety Protocol. Guidance for the management of airline passengers in relation to the COVID-19 pandemic sem Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) gaf út fyrr á árinu í samvinnu við Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) um viðbrögð við COVID-19. Samgöngustofa tekur þátt í samstarfi Evrópuríkja og fylgist með þróun á alþjóðavettvangi. 

Úr gildi 01.06.21, sjá nýja uppfærslu hér.


Var efnið hjálplegt? Nei