Tilkynning um sóttvarnarráðstafanir og ferðatakmarkanir á landamærum Íslands

Frá 15. janúar 2021 er öllum farþegum (óháð ríkisfangi og búsetu) sem koma til Íslands skylt að fara í sýnatöku til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni. Það á við um alla sem dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnarlækni sem áhættusvæði. Samkvæmt ákvörðun sóttvarnarlæknis teljast nú öll lönd og svæði heims til áhættusvæða.

Frá 15. janúar 2021 er öllum farþegum (óháð ríkisfangi og búsetu) sem koma til Íslands skylt að fara í sýnatöku til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni. Það á við um alla sem dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnarlækni sem áhættusvæði. Samkvæmt ákvörðun sóttvarnarlæknis teljast nú öll lönd og svæði heims til áhættusvæða. Farþegar fara í sóttkví þangað til niðurstöður liggja fyrir úr seinni sýnatöku sem er framkvæmd dögum eftir komu til landsins. Ef sýni úr seinni sýnatöku reynist neikvætt er einstaklingi ekki lengur skylt að sæta sóttkví. Um jákvæð sýni fer eftir 10. gr. reglugerðar nr. 18/2021.

Börnum fæddum árið 2005 eða síðar er ekki skylt að sæta sýnatöku en er skylt að vera í sóttkví með foreldri eða forráðamanni. Ef barn fætt 2005 eða síðar kemur til landsins án foreldris eða forráðamanns er því skylt að fara í sýnatöku eftir 5 daga sóttkví. Ef sýni reynist neikvætt er barninu ekki lengur skylt að sæta sóttkví. Um jákvæð sýni fer eftir 10. gr. reglugerðar nr. 18/2021.

Sýnataka samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 18/2021 er skipulögð af sóttvarnarlækni og er hún einstaklingi að kostnaðarlausu.

Þeir sem sýna fram á, með hæfilegum fyrirvara, að sýnataka sé ekki framkvæmanleg vegna læknisfræðilegra ástæðna eru undirþegnir sýnatöku skv. reglugerð nr. 18/2021, en skulu þess í stað sæta 14 daga sóttkví frá komu til landsins.

Vottorð tekin gild á landamærum til undanþágu á sýnatöku:


1. Vottorð um fyrri sýkingu af COVID-19. Sjá skilyrði sóttvarnalæknis .
2. Vottorð um bólusetningu gegn COVID-19. Hafi einstaklingur við komuna til landsins undir höndum bólusetningavottorð sem gefið er út í EES/EFTA-ríki sem uppfyllir leiðbeiningar sóttvarnalæknis um vottorð. Þær leiðbeiningar er að finna í þessu skjali .

Vottorð á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) verða einnig tekin gild þegar WHO hefur heimilað notkun þeirra fyrir COVID-19 bólusetningar og sett hafa verið skilmerki um hvaða bóluefni megi skrá í slík skírteini.

Sjá nánar á Covid.is


Var efnið hjálplegt? Nei