Gildandi takmörkun á samkomum

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 25. maí og gildir til og með 16. júní 2021. Samgöngustofa vekur athygli á að

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 25. maí og gildir til og með 16. júní 2021. Samgöngustofa vekur athygli á að

  • Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar.
  • Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 150 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2015 eða síðar. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2005 og síðar. Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila.
  • Andlitsgrímur skal nota þar sem húsnæði er illa loftræst og þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Það á við um innanlandsflug og -ferjur, almenningssamgöngur, leigubifreiðar og hópbifreiðar, í verklegu ökunámi og flugnámi og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.
  • Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun. Jafnframt eru þeir undanþegnir grímuskyldu sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.