Uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða

vegna COVID-19

Hér má finna uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða vegna COVID-19 sem Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hafa gefið út.

Tilgangurinn leiðbeininganna er að verja bílstjóra og farþega fyrir hugsanlegu smiti.

Helstu uppfærslur:

  • Nýjar leiðbeinandi merkingar vegna COVID-19, til útprentunar á íslensku og ensku.
  • Nýjar leiðbeinandi merkingar um grímunotkun, á íslensku og ensku.
  • Á styttri leiðum, innanbæjar, er grímuskylda þann tíma sem ferð varir.
  • Í lengri ferðum er grímuskylda á meðan gengið er að og frá sæti. Farþegar mega taka niður grímu um leið og þeir hafa tekið sæti.
  • Hópbifreið má aðeins flytja helming þess fjölda farþega sem leyfi er fyrir. Þessi regla á ekki við um styttri leiðir en þar gildir grímuskylda þann tíma sem ferð varir.  

UPPFÆRÐAR LEIÐBEININGAR FYRIR AKSTUR HÓPBIFREIÐA Á ÍSLENSKU OG ENSKU (23.02.2021)


Var efnið hjálplegt? Nei