16.12.2014 : Rafræn flugpróf

Eftir áramót verða tekin í gagnið rafræn flugpróf hjá Samgöngustofu og er það liður í markmiði um aukna rafræna þjónustu. Sú breyting gerir stofnuninni kleift að koma til móts við þá miklu fjölgun sem orðið hefur undanfarin ár í skráningum í bókleg próf og tryggja nægjanlegt prófaframboð.

Lesa meira

15.12.2014 : Afgreiðslutímar yfir hátíðirnar

Samgöngustofa verður lokuð á aðfangadag. Á gamlársdag verður aðeins opið í móttöku og ökutækjaskráningum á milli klukkan 9:00 og 12:00. Að öðru leyti verður afgreiðslutími með eðlilegu sniði.
Gleðileg jól!

Lesa meira

1.12.2014 : Jóladagatal grunnskólanna farið af stað

Líkt og undanfarin ár stendur Samgöngustofa fyrir Jóladagatali grunnskólanna. Tilgangur dagatalsins er að rifja upp mikilvægar umferðarreglur sem hverju barni er nauðsynlegt að kunna. Alla daga fram að jólum birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á slóðinni www.umferd.is

Lesa meira

21.11.2014 : Ísland gerir átta nýja loftferðarsamninga

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk á Balí, Indónesíu, í dag, en markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Ráðstefnuna sóttu 78 ríki að þessu sinni og héldu samtals 546 tvíhliða fundi.

Lesa meira

18.11.2014 : Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa haldinn hátíðlegur

Minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum var haldinn í fjórða sinn hér á landi sunnudaginn 16. nóvember. Þessi dagur hefur ekki aðeins verið tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur jafnframt skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður Lesa meira

13.11.2014 : Árlegur minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum

Sunnudaginn 16. nóvember verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður í fjórða sinn til þessarar athafnar en hliðstæðir viðburðir eiga sér stað víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu

Lesa meira

11.11.2014 : Bann við lendingum loftfara í Holuhrauni

Nýjar reglur um aðgengi að hættusvæðinu við eldsumbrotin við Holuhraun tóku gildi 17. október síðastliðinn. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Lesa meira

6.11.2014 : Umferðareftirlit með vörubifreiðum

Í gær, miðvikudaginn 5.nóvember, unnu Samgöngustofa og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sameiginlega að eftirliti með vörubifreiðum í akstri á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða hefðbundið eftirlit en að auki var sérstaklega gefinn gaumur að flutningi á hættulegum farmi.

Lesa meira

6.11.2014 : Laus störf hjá Samgöngustofu

Laus eru til umsóknar tvö störf hjá Samgöngustofu

Lesa meira

5.11.2014 : Ný skoðunarhandbók ökutækja

Þann 1. nóvember 2014 tók ný skoðunarhandbók fyrir ökutæki gildi. Í nýju útgáfunni eru dæmingar og skýringar á sumum skoðunaratriðum uppfærðar, en ber þar hæst kröfur um aukna mynstursdýpt hjólbarða yfir vetrartímann

Lesa meira

23.10.2014 : Rúnar hlaut námsstyrk

Á dögunum hlaut Rúnar Stanley Sighvatsson, eftirlitsmaður í lofthæfi- og skrásetningardeild Samgöngustofu, námsstyrk frá International Federation of Airworthiness til að sækja námskeið að eigin vali tengt lofhæfimálum. 

Lesa meira

22.10.2014 : Norðurlandafundur um siglingavernd

Dagana 3. – 5. september síðastliðinn var haldinn Norðurlandafundur um siglingavernd í Reykjavík, en fundinn sátu fulltrúar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Færeyja og Íslands. Þau Ágústa Ragna Jónsdóttir og Stefán Alfreðsson, starfsmenn Samgöngustofu, sátu fundinn fyrir hönd Íslands.

Lesa meira

20.10.2014 : Vert að hafa í huga við vetrarakstur

Það þarf því vart frekari vitna við að nú er tími rúðusköfunnar runnin upp. Hér er smá lista yfir þau atriði sem best geta tryggt öryggi okkar í vetur.

Lesa meira

10.10.2014 : Ökumaður jeppans reyndist ofurölvi

Út er komin skýrsla hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa um bana­slys sem varð á Akra­fjalls­vegi þann 6. apríl 2013. Í slys­inu var jeppa­bif­reið af BMW gerð ekið yfir á rang­an veg­ar­helm­ing fram­an á litla fólks­bif­reið. Lesa meira

6.10.2014 : Brjálæðisakstur á bifhjóli

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að heildarfjöldi hraðakstursbrota í umdæminu á tímabilinu 16. maí til 15. september var 503 brot. Lesa meira

6.10.2014 : Ökumaður ákærður

"Stuttu eftir miðnætti aðfaranótt 4. mars árið 2012 varð skelfilegt bílslys í Hafnarfirði, við Reykjanesbraut, með þeim afleiðingum að bifreið varð rústir einar og tveir af fimm farþegum voru fluttir alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild." Lesa meira

2.10.2014 : Ekið í veg fyrir tvo reiðhjólamenn

Slys varð í síðustu viku við Suðurlandsbraut þegar tveir menn á sitt hvoru reiðhjólinu lentu í árekstri við vörubifreið sem ekið var í veg fyrir þá þar sem þeir fóru um reiðhjólastíg.

Lesa meira

29.9.2014 : Fulltrúar stjórnvalda í Namibíu heimsóttu Samgöngustofu

Fulltrúar stjórnvalda í Namibíu eru staddir hér á landi til að kynna sér eitt og annað er varðar skipulag íslenskrar stjórnsýslu. Í morgun, 29. september, heimsóttu þeir Samgöngustofu í þeim tilgangi að skoða einkum eftirlit með skipum, menntun og þjálfun sjómanna og ýmislegt annað er viðkemur verkefnum stofnunarinnar er varðar siglingamál. Lesa meira

25.9.2014 : Víða varhugaverðar aðstæður og ástæða til að fara varlega

Árni Davíðsson, varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna, hefur fengið styrk frá Vegagerðinni til þess að skoða stíga á höfuðborgarsvæðinu og hvort þeir uppfylli leiðbeiningar um gerð hjólastíga

Lesa meira

25.9.2014 : Ekki rétt viðbrögð við ofrisi og spuna

Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur gefið út skýrslu vegna flugslyss TF-303 (Rans S6-ES Coyote II) nálægt fisflugvellinum Sléttunni á Reykjanesi.

Lesa meira