21.11.2014 : Ísland gerir átta nýja loftferðarsamninga

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk á Balí, Indónesíu, í dag, en markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Ráðstefnuna sóttu 78 ríki að þessu sinni og héldu samtals 546 tvíhliða fundi.

Lesa meira

18.11.2014 : Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa haldinn hátíðlegur

Minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum var haldinn í fjórða sinn hér á landi sunnudaginn 16. nóvember. Þessi dagur hefur ekki aðeins verið tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur jafnframt skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður Lesa meira

13.11.2014 : Árlegur minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum

Sunnudaginn 16. nóvember verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður í fjórða sinn til þessarar athafnar en hliðstæðir viðburðir eiga sér stað víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu

Lesa meira

11.11.2014 : Bann við lendingum loftfara í Holuhrauni

Nýjar reglur um aðgengi að hættusvæðinu við eldsumbrotin við Holuhraun tóku gildi 17. október síðastliðinn. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Lesa meira

6.11.2014 : Umferðareftirlit með vörubifreiðum

Í gær, miðvikudaginn 5.nóvember, unnu Samgöngustofa og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sameiginlega að eftirliti með vörubifreiðum í akstri á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða hefðbundið eftirlit en að auki var sérstaklega gefinn gaumur að flutningi á hættulegum farmi.

Lesa meira

6.11.2014 : Laus störf hjá Samgöngustofu

Laus eru til umsóknar tvö störf hjá Samgöngustofu

Lesa meira

5.11.2014 : Ný skoðunarhandbók ökutækja

Þann 1. nóvember 2014 tók ný skoðunarhandbók fyrir ökutæki gildi. Í nýju útgáfunni eru dæmingar og skýringar á sumum skoðunaratriðum uppfærðar, en ber þar hæst kröfur um aukna mynstursdýpt hjólbarða yfir vetrartímann

Lesa meira