16.12.2014 : Rafræn flugpróf

Eftir áramót verða tekin í gagnið rafræn flugpróf hjá Samgöngustofu og er það liður í markmiði um aukna rafræna þjónustu. Sú breyting gerir stofnuninni kleift að koma til móts við þá miklu fjölgun sem orðið hefur undanfarin ár í skráningum í bókleg próf og tryggja nægjanlegt prófaframboð.

Lesa meira

15.12.2014 : Afgreiðslutímar yfir hátíðirnar

Samgöngustofa verður lokuð á aðfangadag. Á gamlársdag verður aðeins opið í móttöku og ökutækjaskráningum á milli klukkan 9:00 og 12:00. Að öðru leyti verður afgreiðslutími með eðlilegu sniði.
Gleðileg jól!

Lesa meira

1.12.2014 : Jóladagatal grunnskólanna farið af stað

Líkt og undanfarin ár stendur Samgöngustofa fyrir Jóladagatali grunnskólanna. Tilgangur dagatalsins er að rifja upp mikilvægar umferðarreglur sem hverju barni er nauðsynlegt að kunna. Alla daga fram að jólum birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á slóðinni www.umferd.is

Lesa meira