22.12.2015 : Aukning í ökutækjaskráningum

Það sem af er árinu hefur veruleg aukning orðið í nýskráningum ökutækja. Í gær höfðu samtals 18.616 ökutæki verið nýskráð í samanburði við 12.982 á sama tímabili í fyrra. 

Lesa meira

21.12.2015 : Afgreiðslutímar yfir hátíðirnar

Samgöngustofa verður lokuð á aðfangadag. Á gamlársdag verður aðeins opið í ökutækjaskráningum á milli klukkan 9:00 og 12:00. Að öðru leyti verður afgreiðslutími með eðlilegu sniði.

Gleðileg jól!

Lesa meira

11.12.2015 : Formleg tilnefning um einkaleyfi til flugumferðarþjónustu

Í dag afhenti Samgöngustofa Isavia formlega tilnefningu um einkaleyfi til flugumferðarþjónustu í íslenska loftrýminu, auk efra loftrýmis Grænlands sem íslenska ríkið hefur gert um samning við það danska. Um er að ræða eitt stærsta loftrými í heimi. Með þessu er formfest þjónusta Isavia og uppfylltar skuldbindingar íslenska ríksins á þessum vettvangi, en um þær gilda strangar alþjóðlegar reglur og kvaðir.

Lesa meira

3.12.2015 : Jóladagatal fyrir börn

Tilgangur dagatalsins er að rifja upp mikilvægar umferðarreglur sem hverju barni er nauðsynlegt að kunna. Alla daga fram að jólum birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á slóðinni www.umferd.is. Lesa meira

1.12.2015 : Vegna óveðurs

Einkaflugmannspróf fara fram á vegum Samgöngustofu síðdegis í dag og á fimmtudag samkvæmt áætlun. Óveður gengur nú yfir en gert er ráð fyrir að það gangi niður eftir því sem líður á daginn. Því telur stofnunin ekki þörf á því að fresta fyrirhuguðum prófum.

Lesa meira

27.11.2015 : Uppfærsla á kerfum

Kerfi Samgöngustofu verða uppfærð í dag eftir kl. 18 og reikna má með að vefþjónustur fyrir ökutækjaskrá liggi niðri frá þeim tíma og til hádegis á laugardag.

Lesa meira

26.11.2015 : Vefur Samgöngustofu í hópi fimm bestu ríkisvefjanna

Á Degi upplýsingatækninnar voru kynntar niðurstöður úr könnuninni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?“. Af alls 147 vefjum ríkisstofnana sem skoðaðir voru var vefur Samgöngustofu í hópi þeirra fimm sem besta útkomu hlutu. 

Lesa meira

25.11.2015 : Vegna umfjöllunar FÍB

Vegna umfjöllunar í tímariti FÍB um endurskráningu bifreiðar vill Samgöngustofa árétta að reglur um skráða tjónabíla og niðurrifslása eru skýrar af hálfu stofnunarinnar og eftir þeim er farið. Lesa meira

18.11.2015 : Breytingar á menntunarkröfum til farmanna

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á menntunarkröfum til farmanna á flutninga- og farþegaskipum og gera auknar kröfur til þjálfunar og menntunar farmanna umfram það sem verið hefur.

Lesa meira

6.11.2015 : Upprifjunarnámskeið fyrir prófdómara

Samgöngustofa mun halda upprifjunarnámskeið fyrir prófdómara fyrir flugskírteini þann 10. desember nk. kl. 10-16. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum fyrir endurnýjun/framlenginu.

Lesa meira

4.11.2015 : Öruggur akstur eldri borgara

Félag eldri borgara í Reykjavík, í samvinnu við Samgöngustofu, heldur upprifjunarnámskeið í öruggum akstri fyrir eldri ökumenn. Þetta fyrsta námskeið er gjaldfrjálst og opið öllum eldri borgurum.

Lesa meira

13.10.2015 : Áhrif verkfalls SFR

Verði af verkfalli félagsmanna SFR raskar það starfsemi Samgöngustofu þannig að afgreiðsla og símaver lokar. Því yrði hvorki hægt að móttaka né afhenda gögn. Starfsfólk annarra stéttarfélaga verður við störf, finna má öll netföng hér.

Lesa meira

30.9.2015 : Vetrarhjólbarðar og notkun nagladekkja

Það má nota neglda hjólbarða frá og með 31. október til og með 15. apríl nema þess sé þörf á öðrum tímum vegna akstursaðstæðna

Lesa meira

29.9.2015 : Könnun á öryggi barna í bílum

Það er óhætt að segja að foreldrar og forráðamenn barna séu yfirleitt til fyrirmyndar hvað varðar öryggi barna í bíl.

Lesa meira

9.9.2015 : Göngum í skólann og nýr Umferðarvefur

Á vefnum efni er fjölbreytt efni sem gagnast kennurum og foreldrum til að fræða börnin á markvissan og árangursríkan hátt um umferðaröryggi

Lesa meira

8.9.2015 : Göngum í skólann

Í Lágafellsskóla í fyrramálið, 9. september, mun Ólöf Nordal innanríkisráðherra hleypa af stokkunum verkefninu Göngum í skólann. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að ganga í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Lesa meira

21.8.2015 : Flutningaskipið m/s Basic Princess í farbann

Við hafnarríkiseftirlit í Straumsvík 17. ágúst var flutningaskipið m/s Basic Princess sem skráð er í Panama, sett í farbann.  Að viðgerð lokinni 20.08.2015 var farbanni aflétt.

Lesa meira

12.8.2015 : Upprifjunarnámskeið prófdómara flugskírteina

Samgöngustofa heldur upprifjunarnámskeið fyrir prófdómara flugskírteina þann 24. september nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum.  Lesa meira

6.8.2015 : Endurmenntun bílstjóra með réttindi til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1-, og D-flokki í atvinnuskyni

27. febrúar s.l. tóku gildi breytingar á umferðarlögum (lög nr. 13/2015) sem m.a. fela í sér kröfu um endurmenntun ökumanna stórra ökutækja í C1-, C-, D1-, og D-flokki til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni.

Lesa meira

30.7.2015 : Mega deila útlögðum kostnaði

 Það má hinsvegar deila niður á farþega beinum útlögðum kostnaði vegna t.d. leigu á flugvél eða eldsneytis

Lesa meira