Keyrum fullklædd
Samgöngustofa og Vís stóðu fyrir óvenjulegri keppni um það hver væri fljótastur að spenna á sig öryggisbelti. Forystufólk íslenskra stjórnmálaflokka lagði málefninu lið með þátttöku í keppninni og boðskapurinn er skýr: Öryggisbeltið bjargar mannslífum. Hér má sjá stórskemmtilega viðureign stjórnmálafólksins.
Lesa meiraHjólreiðakeppni á þjóðvegum landsins
Alþjóðlega hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst í dag og stendur til 26. júní. Á annað hundrað lið taka þátt að þessu sinni og því má gera ráð fyrir verulegri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegum landsins næstu daga. Mikilvægt er að allir vegfarendur, jafnt hjólandi sem akandi, sýni gagnkvæma tillitssemi á meðan á keppninni stendur.
Lesa meiraViðskiptavinir athugið
Samgöngustofa styður jafnrétti og því verður stofnunin lokuð frá kl. 12 á hádegi, föstudaginn 19. júní, í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.
Lesa meiraKönnun um öryggi og hagi sjómanna
Samgöngustofa fékk Gallup til að gera könnun um líðan og öryggi sjómanna í þeim tilgangi að nýta niðurstöðurnar til úrbóta. Meðal þess sem fram kemur er að undirmenn á skipum telja að öryggismálum sé ábótavant og það skorti fræðslu og kynningu fyrir nýliða. Hins vegar meta sjómenn heilsufar sitt almennt gott og eru ánægðir í starfi.
Lesa meiraLandsliðið í átaki með Samgöngustofu
Lokun svæðis við Holuhraun aflétt
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur aflétt lokunarsvæði umhverfis Holuhraun.
Lesa meira