Skylda til öryggisfræðslu
Undanfarin ár hafa sjómenn getað fengið frest, allt að tvisvar sinnum, frá því að sækja námskeið í öryggisfræðslu. Frá og með 1. janúar 2018 verður slíkur frestur aðeins veittur einu sinni og mun hann gilda í allt að 3 mánuði.
Lesa meiraÖryggi barna í bílum 2017
Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar sem starfsfólk Samgöngustofu og félagar í Slysavarnadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerðu á öryggi barna í bílum núna í haust. Könnunin var gerð við 56 leikskóla í 29 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 2.060 börnum kannaður. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 32 ár.
Lesa meiraAlþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa
Minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum var haldinn í sjötta sinn hér á landi sunnudaginn 19. nóvember. Þessi dagur hefur ekki aðeins verið tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur jafnframt skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður.
Lesa meiraMinningardagur um fórnarlömb umferðarslysa
Sunnudaginn 19. nóvember verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í sjötta sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.
Lesa meiraHægt að gera athugasemdir við Evróputilskipun
Nú er mögulegt að koma á framfæri við Evrópusambandið athugasemdum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um formsatriði við skýrslugjöf við komur og brottfarir skipa.
Lesa meiraNámskeið fyrir prófdómara flugskírteina
Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina þann 18. desember nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum.
Lesa meiraKröfur í þrotabú Air Berlin
Nú hefur verið opnað hefur verið fyrir kröfur í þrotabú Air Berlin. Verður tekið á móti kröfum til 1. febrúar 2018.
Lesa meira