23.9.2020 : Skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll staðfestar

Samgönguráðherra hefur samþykkt skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll og öðlast þær gildi við birtingu í Lögbirtingablaðinu í dag, miðvikudaginn 23. september. 

Lesa meira

22.9.2020 : Beltaherferðin 2 sekúndur

Hluti af beltaherferðinni 2 sekúndur var leikur sem gekk út á það að nefna eitthvað sem tekur aðeins tvær sekúndur að gera, svo stuttan tíma að það er fáránlegt að sleppa því – jafn fáránlegt og að sleppa því að festa bílbeltin. Á annað þúsund þátttakenda sendu inn svar og nú hafa vinningshafar verið dregnir út.

Lesa meira

18.9.2020 : M/V VERA D kyrrsett

Eftir ábendingu til hafnarríkiseftirlits Samgöngustofu um að flutningaskipið VERA D – IMO 9290177 væri líklega með töluverðar skemmdir á skrokk var skipið opnað til hafnarríkisskoðunar og kyrrsett að kvöldi 17. september.

Lesa meira

11.9.2020 : Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingaréttindi loftfara fullgiltur

Ísland er aðili að Höfðaborgarsamningnum um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði ásamt bókun um búnað loftfara. Samningurinn og bókunin tekur formlega gildi hvað Ísland varðar þann 1. október næstkomandi.

Lesa meira
Repjuolia_Isavia_Samgongustofa008b

9.9.2020 : Samstarf um notkun repjuolíu á vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

3.9.2020 : Ný herferð Samgöngustofu

Samgöngustofa hefur hrint af stað átakinu „Tökum lyf og vímuefni úr umferð(inni)” en því er ætlað að vekja fólk til vitundar um ábyrgð okkar allra og þá miklu hættu sem stafar af akstri undir áhrifum lyfja og vímuefna. Herferðin er unnin af Tjarnargötunni með ráðgjöf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Lesa meira

2.9.2020 : Göngum í skólann

Í dag fór fram opnunarhátíð í Breiðagerðisskóla þar sem verkefnið Göngum í skólann var sett í fjórtánda sinn á Íslandi. Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. 

Lesa meira

1.9.2020 : Uppfærð gjaldskrá Samgöngustofu

Gjaldskrá Samgöngustofu hefur verið uppfærð í samræmi við auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Lesa meira