Góður fundur með bifhjólafólki - 28.4.2015

Í gær var haldinn fundur hjá Samgöngustofu um málefni og öryggi bifhjólamanna. Var hann vel sóttur af áhugafólki og spunnust líflegar umræður um málin. Hér má sjá áhugaverðar glærur af fundinum. Lesa meira

Úttekt á vegum EASA - 27.4.2015

Flugöryggisstofnun Evrópu - EASA - hefur nýlokið reglubundinni úttekt á flugrekstradeild og þjálfunar- og skírteinadeild Samgöngustofu. Lesa meira

Fundur með bifhjólafólki - 20.4.2015

Samgöngustofa boðar til sérstaks fundar um málefni og öryggi bifhjólamanna í Ármúla 2 mánudaginn 27. apríl klukkan 18:00. Fundurinn er opinn öllu bifhjólafólki sem láta sig bifhjól og bifhjólmenningu varða. 

Lesa meira

Lokunarsvæði við Holuhraun - 15.4.2015

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri  ákvarða umfang aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls hverju sinni. Búast má við breytingum með skömmum fyrirvara og því mikilvægt að kynna sér nýjustu upplýsingar um svæðið á vef Almannavarna. Lesa meira

Samgöngustofa ekki tilbúin í skráningar á léttum bifhjólum - 1.4.2015

Eins og fram hefur komið hafa ýmsar breytingar á umferðarlögum tekið gildi. Þar á meðal eiga létt bifhjól í flokki 1 nú að vera skráningarskyld. Samgöngustofa er þó enn ekki tilbúin  til að taka við skráningum þessara hjóla og því frestast sú framkvæmd.

Lesa meira