Endurskoðun á íslenskum LOCODES - 26.1.2016

LOCODE er sérstakt auðkenni á höfn, flugvelli, járnbrautarstöð eða slíkum stað til að auðvelda alþjóðleg viðskipti. Listi yfir íslensk auðkenni er uppfærður reglulega. Hægt er að senda tillögur um breytingar á listanum til Samgöngustofu fyrir 1. mars nk.

Lesa meira

Líf og fjör með flugnemum - 18.1.2016

Í síðustu viku var sérstaklega líflegt hjá Samgöngustofu þegar yfir hundrað flugnemar þreyttu flugpróf með markmiði um einkaflugmanns- eða atvinnuflugmannsréttindi. Framkvæmdin gekk vel og verða flugprófin framvegis haldin í nýrri aðstöðu í húsakynnum Samgöngustofu.

Lesa meira

Athyglisverðar niðurstöður könnunar um öryggi barna í bílum - 14.1.2016

Í niðurstöðum könnunar um öryggi barna í bílum kemur fram að umtalsverður árangur hefur náðst á þessu sviði. Aukin notkun öryggisbúnaðar hefur orðið til þess að færri börn látast í umferðinni nú en fyrir 30 árum. Meðaltalið hefur þar lækkað úr 5,5 í 0,8. Árið 1985 voru 80% barna laus í bílum en árið 2015 voru þau 2%. Þrátt fyrir jákvæða þróun má gera enn betur og er árangur sveitarfélaga mismikill. 

Lesa meira

Verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu - 11.1.2016

Verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu hófst í morgun. Það hefur ekki áhrif á starfsemi í hefðbundnu innanlands- og millilandaflugi fyrst um sinn. 

Lesa meira

Um akstur leigubifreiða - 6.1.2016

Ýmis skilyrði þarf að uppfylla til að mega aka leigubifreið. Meðal annars þarf ökumaður að hafa réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni og sérstakt leyfi Samgöngustofu.

Lesa meira