Viðbótarupplýsingar vegna gjaldþrots Air Berlin - 28.12.2017

Sem kunnugt er varð flugrekandinn Air Berlin gjaldþrota nú í haust. Hér má finna nokkrar viðbótarupplýsingar fyrir farþega félagins

Lesa meira

Afgreiðslutími um hátíðirnar - 19.12.2017

Þar sem aðfangadag og nýársdag ber upp á sunnudögum þetta árið verður afgreiðslan aðeins lokuð á jóladag, annan í jólum og nýársdag. Aðra daga verður afgreiðslutími með venjubundnum hætti.

Lesa meira

Réttindi flugfarþega í verkföllum - 15.12.2017

Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef ferð þeirra tefst eða er aflýst vegna verkfalla.

Lesa meira

Alþjóðaflugmáladagurinn 7. desember - 8.12.2017

Í yfirlýsingu sem samþykkt var í gær á fundi samtaka evrópskra flugmálayfirvalda, er minnt á áskoranir sem fylgja vexti flugiðnaðarins

Lesa meira

Réttindi á sjálfskipta bifreið - 8.12.2017

Með breytingu sem gerð hefur verið á reglugerð um ökuskírteini er nú heimilt að taka ökupróf sem gildir aðeins fyrir sjálfskipta bifreið

Lesa meira

Rafrænar forskráningar ökutækja - 6.12.2017

Í samræmi við ákvarðanir sem teknar voru sl. vor til að mæta mikilli aukningu í innflutningi ökutækja hefur Samgöngustofa nú þróað kerfi fyrir rafrænar forskráningar, svo innflutningsaðilar geti forskráð sjálfir. Kerfinu er ætlað að spara tíma.

Lesa meira

Skylda til öryggisfræðslu - 21.11.2017

Undanfarin ár hafa sjómenn getað fengið frest, allt að tvisvar sinnum, frá því að sækja námskeið í öryggisfræðslu. Frá og með 1. janúar 2018 verður slíkur frestur aðeins veittur einu sinni og mun hann gilda í allt að 3 mánuði.

Lesa meira

Hægt að gera athugasemdir við Evróputilskipun - 10.11.2017

Nú er mögulegt að koma á framfæri við Evrópusambandið athugasemdum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um formsatriði við skýrslugjöf við komur og brottfarir skipa. 

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 7.11.2017

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina þann 18. desember nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum.

Lesa meira

Kröfur í þrotabú Air Berlin - 3.11.2017

Nú hefur verið opnað  hefur verið fyrir kröfur í þrotabú Air Berlin. Verður tekið á móti kröfum til 1. febrúar 2018.

Lesa meira

Tilkynning um Air Berlin - 24.10.2017

Þýska flugmálastjórnin hefur tilkynnt að flugrekandinn Air Berlin PlC & Co muni ekki starfa eftir 28. október nk. en nokkrir flugrekendur munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá þeim tíma og til 15. nóvember.

Lesa meira

Ivan Lopatin sett í farbann - 12.10.2017

Við hafnarríkiseftirlit í Grundartangahöfn 10. október sl. var stórflutningaskipið  Ivan Lapotin sett í farbann. Meðal athugasemda var ófullnægjandi ástand búnaðar til varnar olíumengunar frá skipum.

Lesa meira

Álit vegna kvörtunar farþega með ferju - 9.10.2017

Samgöngustofa ber ábyrgð á eftirliti með réttindum farþega í samgöngum. Meginþunginn hefur lengi verið vegna farþega í flugi en reglugerðir um réttindi farþega í siglingum og umferð eru mjög nýlegar hér á landi. 

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 29.9.2017

Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 40 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 1 leyfi á Akureyri.

Lesa meira

Fullskipuð framkvæmdastjórn - 20.9.2017

Framkvæmdastjórn Samgöngustofu hefur tekið nokkrum breytingum frá upphafsári stofnunarinnar. Nú er hún fullskipuð miðað við skipurit sem samþykkt var af innanríkisráðuneyti á síðasta ári.

Lesa meira

Vegna gjaldþrots Air Berlin - 20.9.2017

Þýska flugmálastjórnin hefur tilkynnt Samgöngustofu að Air Berlin muni sinna skyldum sínum gagnvart þeim farþegum sem eiga bókað flug hjá félaginu.

Lesa meira

Starfsdagur Samgöngustofu föstudaginn 8. september - 6.9.2017

Vegna starfsdags Samgöngustofu, föstudaginn 8. september, verður þann dag aðeins opið til kl. 14:00. Bent er á að Mitt svæði er opið allan sólarhringinn, en þar má sinna umsýslu ökutækja.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 11.8.2017

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina þann 14. september nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum.

Lesa meira

Reglur um aksturs- og hvíldartíma - 20.7.2017

Samgöngustofa brýnir það fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, eins og hópbifreiða, að aka af stað óþreyttir og virða reglur um hvíldartíma. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en 9 klst. og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klst. akstur.

Lesa meira

Tillögur starfshóps - 14.7.2017

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra hefur skilað skýrslu með tillögum vegna skattaskila af erlendri ferðaþjónustustarfsemi. Meðal annars er lagt til að settur verði á laggirnar samstarfsvettvangur nokkurra stofnana til miðlunar upplýsinga og eftir atvikum samstarfs um eftirlit og úrbætur vegna ferðaþjónustustarfsemi á Íslandi.

Lesa meira

M/V Viking Saga sett í farbann - 6.7.2017

Við hafnarríkiseftirlit á Bíldudal 30. júní sl. var flutningaskipið M/V Viking Saga sett í farbann. Gerðar voru athugasemdir við skipið vegna skorts á fjölmörgum vottorðum og skírteinum. 

Lesa meira

Fræðsluefni fyrir ferðafólk - 30.6.2017

Fjölbreytt og aðgengilegt fræðsluefni fyrir íslenska og erlenda ökumenn hefur nú verið sett hér inn á vefinn

Lesa meira

Einblöðungur um ökurita - 20.6.2017

Samgöngustofa hefur gefið út einblöðung sem lýsir helstu skoðunaratriðum vegna ökurita. Þar kemur fram hvenær skoða þarf ökuritana og hvaða atriði ber að skoða.

Lesa meira

Hvaða gögnum þurfa farþegar að skila? - 12.6.2017

Að undanförnu hafa fjölmiðlar nokkuð fjallað um þau gögn sem farþegum ber að skila flugfélögum þegar kemur að bótakröfum vegna mikilla seinkana á flugi eða niðurfellinga á þeim. Afstaða Samgöngustofu er að nægjanlegt skuli vera fyrir farþega að framvísa farmiða eða öðru sem sannar að hann hafi keypt flugfar með viðkomandi flugi. 

Lesa meira

Vinnufundur um umhverfismál - 31.5.2017

Í vikunni fundaði norrænn vinnuhópur sérfræðinga um umhverfismál í flugi. Um er að ræða samvinnuvettvang sem miðar að því að miðla upplýsingum og mynda samnorrænar áherslur um málefni þessu tengt.

Lesa meira

Flugöryggisfundur - 24.5.2017

Flugöryggisfundur verður haldinn hjá Flugklúbbnum Þyt og Flugmálafélagi Íslands miðvikudagskvöldið 24. maí. Þar verður kynnt forvarnarátak um öryggi í almannaflugi. Átakið er samvinnuverkefni Samgöngustofu og Flugmálafélags Íslands.

Lesa meira

Yfirlýsing ráðherra um hafnarríkiseftirlit - 11.5.2017

Í byrjun maí var undirrituð af stjórnvöldum fjölmargra siglingaþjóða ný alþjóðleg yfirlýsing sem stuðla á að vernd úthafanna og auknu siglingaöryggi.

Lesa meira

Höldum fókus sigraði í alþjóðlegri samkeppni - 10.5.2017

Herferðin „Höldum fókus 2“ hlaut í gær verðlaun í samkeppni herferða um bestu notkun á Snapchat. Tilgangur herferðarinnar var vitundarvakning um hættuna sem fylgir snjallsímanotkun við akstur ökutækis.

Lesa meira

Prófdómaranámskeið - 3.5.2017

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina þann 15. júní nk. í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 10:00 til 16:00. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum.

Lesa meira

Málþing um flugöryggi - 4.4.2017

Í dag fór fram, á vegum Félags íslenskra atvinnuflugmanna, málþing um flugöryggi. Eitt meginefni fundarins var sanngirnismenning í flugi (e. just culture).

Lesa meira

Samstarf um ökukennaranám - 29.3.2017

Síðdegis í gær var undirritaður samstarfssamningur Endurmenntunar Háskóla Íslands og Samgöngustofu um ökukennaranám. 

Lesa meira

Einstakt hugrekki til sjós - 21.3.2017

Alþjóðasiglingamálastofnunin leitar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir einstakt hugrekki til sjós.

Lesa meira

Heimsókn frá Flugmálastjórn Bandaríkjanna - 13.3.2017

Í síðustu viku heimsóttu Samgöngustofu fjórir fulltrúar frá Flugmálastjórn Bandaríkjanna í tengslum við tvíhliða samstarfssamning um lofthæfimál.

Lesa meira

Viðskiptaáætlun um bíódísil - 8.3.2017

Út er komin viðskiptaáætlun sem byggir á hugmyndum Samgöngustofu um verksmiðju sem framleitt geti eldsneyti fyrir fiskiskipaflotann á Íslandi.

Lesa meira

Samningur um framkvæmd ökuprófa - 1.3.2017

Í dag var undirritaður samningur um framkvæmd ökuprófa til næstu fimm ára. Var hann gerður á milli Samgöngustofu og Frumherja hf., að undangengnu útboði á Evrópska efnahagssvæðinu.

Lesa meira

Leyfishafanámskeið leigubílstjóra - 27.2.2017

Samgöngustofa gengst fyrir námskeiði fyrir leigubílstjóra dagana 20. - 24. mars nk. Tilkynna þarf þátttöku til Ökuskólans í Mjódd þar sem námskeiðið fer fram.

Lesa meira

Réttindanám leyfishafa í fólks- og farmflutningum - 27.2.2017

Samgöngustofa stendur fyrir námskeiði fyrir leyfishafa fólks- og farmflutninga dagana 6.-11. mars nk. Tilkynna þarf þátttöku til Ökuskólans í Mjódd, en námskeiðið fer fram í húsakynnum skólans.

Lesa meira

Staða skipaskrár í ársbyrjun - 27.2.2017

Nú hefur skipaskrá við upphaf árs 2017 verið gerð aðgengileg hér á vefnum. Skráin hefur að geyma ýmsar upplýsingar um öll skráningarskyld skip á Íslandi, en fjöldi þeirra var þann 1. janúar sl. 2.289 talsins. 

Lesa meira

Ákvörðun um drónaflug - 23.2.2017

Samgöngustofa hefur gefið út ákvörðun sem gildir um flug allra dróna (fjarstýrðra loftfara), óháð þyngd þeirra. Í henni kemur fram að óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án leyfis frá Samgöngustofu. Einnig að ef fljúga á dróna innan 2 km frá svæðamörkum áætlunarflugvalla þarf til þess leyfi frá rekstraraðila vallarins, nema ef flogið er neðar en hæstu mannvirki í nágrenni flugferils drónans. Alltaf þarf leyfi frá rekstraraðila flugvallar ef fljúga á innan svæðamarka hans.

Lesa meira

Innheimta vegna lögskráningar - 30.1.2017

Lögskráning sjómanna er innheimt árlega skv. skipaskrá janúarmánaðar. Reikningar hafa fram til þessa verið sendir út á seinni hluta ársins. Nú er ætlunin að breyta þessu á þann veg að reikningarnir verða sendir út á fyrri hluta ársins. Þetta er gert til að þeir verði byggðir á nýrri upplýsingum en hingað til hefur verið raunin.

Lesa meira

Yfirlit yfir algengustu gjöld - 25.1.2017

Yfirlit yfir algengustu gjaldaþætti Samgöngustofu hafa verið settar á vefinn. Er þessari framsetningu ætlað að gera upplýsingar úr gjaldskrá aðgengilegri fyrir viðskiptavini Samgöngustofu.

Lesa meira

Úttekt á siglingaöryggi Íslands í umsjón Samgöngustofu - 19.1.2017

Í gær var haldinn hjá Samgöngustofu fyrsti fundurinn til undirbúnings á umfangsmikilli úttekt sem Alþjóðasiglingamálastofnunin IMO hefur fyrirhugað hér á landi.

Lesa meira

Prófdómaranámskeið - 19.1.2017

Samgöngustofa heldur námskeið fyrir prófdómara flugskírteina 9. mars nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu prófdómararéttinda er þátttaka í slíku námskeið á sl. 12 mánuðum.

Lesa meira

Morgunfundur starfsfólks á miðvikudaginn - 16.1.2017

Miðvikudaginn 18. janúar byrjar starfsfólk Samgöngustofu daginn á morgunfundi sem er liður í því að efla starfsemina. Þann dag mun afgreiðslan opna strax eftir fundinn, kl. 9:30.

Lesa meira