Ný umferðarlög taka gildi - 16.12.2019

Helstu breytingar umferðarlaga hafa verið teknar saman á einum stað hér á vefnum

Lesa meira

Lokað vegna veðurs frá kl. 14 - 10.12.2019

Vegna slæmrar veðurspár og viðvarana frá Almannavörnum verður Samgöngustofa lokuð frá kl. 14 í dag, þriðjudag

Lesa meira

M/V Samskip Skálafell kyrrsett - 10.12.2019

Við hafnarríkisskoðun í Reykjavíkurhöfn þann 9. desember á M/V Samskip Skálafelli voru gerðar nokkrar athugasemdir sem samkvæmt alþjóðasáttmálum og Parísarsamkomulagsins um hafnarríkiseftirlit kölluðu á kyrrsetningu skipsins.

Lesa meira

Bókleg flugpróf falla niður - 9.12.2019

Bókleg atvinnuflugmannspróf (ATPL) sem fara áttu fram þriðjudaginn 10. desember og miðvikudaginn 11. desember falla niður. Próftökum í þeim prófum bjóðast nýir próftímar föstudaginn 13. desember.

Lesa meira

20 börn voru alveg laus í bílum - 2.12.2019

Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa gerðu fyrr á árinu um öryggi barna í bílum. 

Lesa meira

Málþing um börn og samgöngur - 20.11.2019

Málþing um börn og samgöngur var haldið í gær, mánudaginn 18. nóvember, á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga.  

Lesa meira

14 viðburðir um land allt í tilefni minningardagsins - 18.11.2019

Ása Ottesen sagði frá reynslu sinni sem aðstandandi en hún missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni.

Lesa meira

Börn og samgöngur - 7.11.2019

Málþing um börn og samgöngur verður haldið mánudaginn 18. nóvember frá kl. 12:30 til 16:30 á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga. 

Lesa meira

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 17. nóvember - 5.11.2019

Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 17. nóvember kl. 14.

Lesa meira

Flug með farþega gegn gjaldi - 30.10.2019

Samgöngustofa vill koma eftirfarandi á framfæri varðandi flutning á farþegum gegn gjaldi í einkaflugi.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 29.10.2019

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 12. desember nk. Námskeiðið verður haldið í Flugröst, Nauthólsvegi 99 frá kl. 10:00 til 16:00.

Lesa meira

Samgöngustofa opnar kl. 9:30 á morgun föstudag - 17.10.2019

Föstudaginn 18. október byrjum við hjá Samgöngustofu daginn á morgunfundi sem er liður í því að efla starfsemina. Afgreiðslan opnar strax eftir fundinn eða kl. 9:30 í stað 9:00. 

Lesa meira

Leyfishafar leigubifreiða - 27.9.2019

Með vísan til laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar mun Samgöngustofa standa fyrir námskeiði vegna Leyfishafa Leigubifreiðastjóra/atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs í Ökuskólanum í Mjódd dagana 30. sept. – okt. nk.

Lesa meira

Réttindanám leyfishafa í farþega- og farmflutningum - 27.9.2019

Með vísun til laga nr. 28/2017 mun Samgöngustofa standa fyrir námskeiði fyrir fólks. – og farmflutninga í Ökuskólanum í mjódd dagana 28. okt. – 1. nóv. nk.

Lesa meira

Tvíhliða samningur Íslands og Bandaríkjanna - 27.9.2019

Undirritaður hefur verið tvíhliða samningur á milli Íslands og Bandaríkjanna sem varðar flugöryggismál, en hann hefur verið í undirbúningi að undanförnu. Samningurinn tekur m.a. til viðurkenninga á breytingum á loftförum, viðgerðum og búnaði.

Lesa meira

Hvað er svona merkilegt við það? - 23.9.2019

Í ár er Alþjóðasiglingadagurinn helgaður konum undir yfirskriftinni „Empowering women in the Maritime community“. Af því tilefni standa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Siglingaráð og fyrir ráðstefnu um konur og siglingar fimmtudaginn 26. september 2019 undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Lesa meira

Flug á Íslandi í 100 ár - 3.9.2019

Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. 

Lesa meira

Námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða - 29.8.2019

Fimmtudaginn 19. september 2019 verður haldið námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða í Reykjavík og 20. september á Akureyri. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 16. september.

Lesa meira

Nýr forstjóri Samgöngustofu - 6.8.2019

Jón Gunnar Jónsson hóf í dag störf sem forstjóri Samgöngustofu.

Lesa meira

Heilræði fyrir helgina - 2.8.2019

Nú er verslunarmannahelgin framundan og má búast við mikilli umferð um landið og til þess verða notuð margskonar samgöngutæki á lofti, láði og legi. Starfsfólk Samgöngustofu mun standa vaktina um helgina og miðla upplýsingum og heilræðum varðandi umferðina í fjölmiðlum.

Lesa meira

PBN upplýsingabréf - 29.7.2019

Samgöngustofa hefur gefið út upplýsingaefni fyrir flugmenn varðandi innleiðingu á PBN-kröfum

Lesa meira

Drög að reglum um vernd net- og upplýsingakerfa í flugi og tengdri starfsemi - 10.7.2019

Samgöngustofa vekur athygli á því að Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út drög að reglum um netöryggi í flugrekstri.

Lesa meira

Upplýsingaspjald um réttindi flugfarþega - 3.7.2019

Samgöngustofa hefur gefið út upplýsingaspjald um réttindi flugfarþega. Þar kemur m.a. fram að flugrekendum er skylt að afhenda flugfarþegum upplýsingar um réttindi sín verði töf á flugi, flugi seinkar eða er aflýst.

Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa - 1.7.2019

Samgöngustofa, Umhverfisstofnun og Landhelgisgæsla Íslands hafa gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa sem koma til Íslands. Í leiðbeiningunum er að finna yfirlit yfir ákvæði í íslenskri löggjöf sem gilda um siglingar farþegaskipa við Ísland og varða siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd.

Lesa meira

Hlín Hólm kosin formaður stýrihóps flugleiðsögu fyrir Norður-Atlantshafssvæði ICAO - 27.6.2019

Hlín Hólm, deildarstjóri flugleiðsögudeildar Samgöngustofu, var kosin formaður Stýrihóps flugleiðsögu á Norður-Atlantshafi (North Atlantic Systems Planning Group, NAT SPG) til næstu fjögurra ára á fundi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í París í gær. Hlín er fyrsta konan sem gegnir formennsku í hópnum...

Lesa meira

Nýr Herjólfur - 18.6.2019

Samgöngustofa óskar Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum innilega til hamingju með nýjan Herjólf

Lesa meira

Staða forstjóra - 18.6.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað Jón Gunnar Jónsson forstjóra Samgöngustofu frá og með 6. ágúst nk. Settur forstjóri til þess tíma er Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri

Lesa meira

Ísland gegnir formennsku í „Arctic Shipping Best Practice Information Forum“ - 7.6.2019

Þriðji fundur Arctic Shipping Best Practice Information Forum vinnuhópsins fór fram í London í vikunni. Sverrir Konráðsson, fagstjóri í siglingamálum og þýðingum hjá Samgöngustofu, gegnir formennsku vinnuhópsins 2019-2021 samhliða formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu (e. Arctic Council).

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA) í heimsókn á Íslandi - 6.6.2019

Framkvæmdastjóri Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA ), Maja Markovčić Kostelac, heimsótti Samgöngustofu í vikunni og kynnti sér starfsemina. Hún var hér á landi til þess að kynna sér reynsluna af mannlausu loftfari sem Landhelgisgæslan hefur verið með í notkun og gert er út frá Egilsstaðaflugvelli. 

Lesa meira

Um málefni ökutækjaleiga - 5.6.2019

Gera þarf skýran greinarmun á annars vegar starfsemi ökutækjaleigu í samræmi við lög um ökutækjaleigur á grundvelli starfsleyfis og hins vegar endursölu ökutækja á almennum markaði.

Lesa meira

Heildarúttekt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar - 24.5.2019

Í þessari viku hefur staðið yfir heildarúttekt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO á siglingamálum á Íslandi m.t.t. framkvæmdar Íslands á sex alþjóðasamþykktum IMO sem við erum aðilar að. 

Lesa meira

Árlegur aðalfundur Paris MoU - 23.5.2019

Árlegur aðalfundur Paris MoU (Parísarsamkomulagið um hafnarríkiseftirlit) fór fram í Pétursborg í Rússlandi í síðustu viku. 

Lesa meira

Breyting á reglum um ökumenn ökutækja til neyðaraksturs - 22.5.2019

Ekki er lengur nauðsynlegt að ökumenn ökutækja sem skráð eru til neyðaraksturs hafi réttindi til aksturs í atvinnuskyni. 

Lesa meira

Ákvörðun um gildistöku reglna um heimildir þjálfunarfyrirtækja - 17.5.2019

Vakin er athygli á nýrri ákvörðun Samgöngustofu (nr. 2/2019) um gildistöku reglna um heimildir þjálfunarfyrirtækja til að starfa á grundvelli yfirlýsingar

Lesa meira

Hjólasáttmáli - 17.5.2019

Hugmyndin að sáttmála hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra kviknaði kjölfar kynningar Maríu Agnar Guðmundsdóttur hjólreiðakonu  og Svavars Svavarssonar ökukennara um gagnkvæman skilning á ráðstefnu Hjólafærni, Hjólað til framtíðar, sem haldin var á Seltjarnarnesi í september 2018. 

Lesa meira

Gátlisti fyrir strandveiðar - 10.5.2019

Nú þegar strandveiðitímabilið er hafið er vert að minna á gátlista sem Samgöngustofa og Siglingaráð hafa útbúið.

Lesa meira

Samgöngustofa gefur út slysaskýrslu umferðarslysa fyrir árið 2018 - 9.5.2019

Í skýrslunni má finna mjög ítarlega tölfræði; töflur, gröf og kort yfir slys og óhöpp sem áttu sér stað á síðasta ári. 

Lesa meira

Víti til varnaðar - morgunverðarfundur um umferðaröryggi - 3.5.2019

Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið bjóða til morgunverðarfundar í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. maí kl. 8.30. 

Lesa meira

Ákvörðun um lýsingu og merkingu hindrana - 2.5.2019

Vakin er athygli á nýrri ákvörðun Samgöngustofu um lýsingu og merkingu hindrana sem gætu talist ógn við flugöryggi. 

Lesa meira

Sameiginlegt eftirlit stofnana með hópbifreiðum á erlendum skráningarmerkjum og starfsmönnum - 12.4.2019

Tollstjóri, Samgöngustofa, Vinnumálastofnun, ríkisskattstjóri og Lögreglustjórinn á Austurlandi munu standa fyrir sameiginlegri eftirlitsaðgerð við komu farþegaferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðarhafnar 16. apríl nk.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 10.4.2019

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 23. maí nk. í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 10:00 til 16:00.

Lesa meira

Fræðslufundur í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi - 8.4.2019

Fræðslufundur í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi. Laugardaginn 6. apríl hélt Samgöngustofa fræðslu- og öryggisfund í samstarfi við Flugmálafélag Ísland. Á fundinum, sem var einkar vel heppnaður, var sérstök áhersla lögð á þróun öryggismála í almannaflugi.

Lesa meira

100 ára afmæli flugs á Íslandi - 2.4.2019

Samgöngustofa heldur fræðslu- og öryggisfund í samstarfi við Flugmálafélag Íslands með áherslu á þróun öryggismála í almannaflugi (General Aviation) dagana 6. apríl í Reykjavík og 7. apríl á Akureyri.

Lesa meira

Einstakt hugrekki til sjós - 2.4.2019

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) leitar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir einstakt hugrekki til sjós.

Lesa meira

Tilkynning til farþega WOW AIR - 28.3.2019

WOW AIR hefur hætt starfsemi. Öll flug félagsins falla því niður.

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 22.3.2019

Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 15 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 2 leyfi á Akureyri

Lesa meira

Fyrirmæli í kjölfar flugslyss - 12.3.2019

Í kjölfar flugslyss Ethiopian Airlines hefur Flugöryggisstofnun Evrópu gefið út sérstök fyrirmæli sem fela það í sér að flugrekendum ber að stöðva rekstur Boeing 737-8 MAX og 737-9 MAX

Lesa meira

Hefur þú kynnt þér „Mitt svæði” Samgöngustofu? - 27.2.2019

Samgöngustofa vill vekja athygli á því að einstaklingar og fyrirtæki geta nálgast upplýsingar um eigin ökutæki á „Mínu svæði“ Samgöngustofu án endurgjalds. 

Lesa meira

Morgunfundur starfsfólks á föstudaginn - 7.2.2019

Föstudaginn  8. febrúar byrjar starfsfólk Samgöngustofu daginn á morgunfundi sem er liður í því að efla starfsemina. Þann dag mun afgreiðslan opna kl. 10, strax eftir fundinn. 

Lesa meira

Ökuréttindi atvinnubílstjóra án endurmenntunar verða ekki afturkölluð - 2.2.2019

Samkvæmt tilmælum frá dómsmálaráðuneytinu munu lögregluembætti ekki afturkalla gild skírteini gefin út fyrir 10. september 2018 með ökuréttindum fyrir bílstjóra til aksturs ökutækja í flokkum C, C1, D1 og D í atvinnuskyni, sem ekki hafa lokið lögbundinni endurmenntun.

Lesa meira

Drög að nýrri reglugerð ESB um flugöryggi - 30.1.2019

Reglugerð um sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs, (ESB) 2018/1139 , tók gildi í Evrópusambandinu á síðasta ári. Um er að ræða viðbætur og endurbætur á fyrri reglugerð um sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs, reglugerð (EB) nr. 216/2008.

Lesa meira

Réttindi farþega við aflýsingu flugs - 8.1.2019

Farþegi sem keypt hefur miða í flug sem fellt er niður á að hafa val um að fá nýtt flug á áfangastaðinn með öðrum flugrekanda ellegar að fá flugmiðann endurgreiddan

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara - 4.1.2019

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 14. mars nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu réttinda er að umsækjandi hafi setið námskeiðið á sl. 12 mánuðum 

Lesa meira