M/V Young Spirit kyrrsett - 30.4.2020

Við hafnarríkisskoðun í Mjóeyrarhöfn, Reyðarfirði í dag 30.apríl, á M/V Young Spirit - IMO 9686558, voru gerðar alvarlegar athugasemdir við siglingatæki skipsins og var það kyrrsett.

Lesa meira

Álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað að nýju - 30.4.2020

Álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verður frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum. 

Lesa meira

Rafræn eyðublöð komin í lag - 29.4.2020

Rafræn eyðublöð sem virkuðu ekki sem skyldi frá 14:30 á þriðjudag eru nú komin aftur í lag. 

Lesa meira

Verkleg ökukennsla heimil frá 4. maí - 27.4.2020

Frá og með 4. maí verður heimilt að sinna ökukennslu, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir.

Lesa meira

Tilkynning um kröfu þess efnis að allir þeir sem koma til landsins sæti 14 daga sóttkví vegna COVID-19 - 22.4.2020

Ströng skilyrði verða fyrir ferðalögum til landsins frá 24. apríl til og með 15. maí 2020

Lesa meira

Bóklegum flugprófum í maí aflýst - 22.4.2020

Vegna COVID-19 er bóklegum PPL og ATPL prófum, sem fara áttu fram 25.-29. maí 2020, aflýst. 

Lesa meira

Framlenging á ferðatakmörkunum - 17.4.2020

Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu um að ferðatakmarkanir sem tóku gildi þann 20. mars síðastliðinn verða framlengdar til 15. maí 2020.

Lesa meira

Fyrirmæli til leigubílstjóra - 3.4.2020

Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur gefið út fyrirmæli til leigubílstjóra vegna aksturs með farþega, farþega í sóttkví eða með mögulegt COVID-19 smit (en einkennalaus). 

Lesa meira

Innleiðing á nýrri námskrá fyrir bóklegt ATPL nám - 2.4.2020

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út nýja námskrá fyrir bóklegt atvinnuflugmannsnám sem tekur gildi á næstunni. Flugskólum á Íslandi hefur verið gert að innleiða þá námskrá fyrir bókleg námskeið sem hefjast eftir 31. maí 2020.

Lesa meira