Ný reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi - 31.12.2021

Ný reglugerð nr. 1669/2021 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi, tekur gildi 1. janúar 2022. Samkvæmt reglugerðinni er flugrekanda ekki lengur skylt að synja farþega um far hafi hann ekki forskráð sig eða geti ekki sýnt fram á tilskilin vottorð.

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 15.12.2021

Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 2 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á takmörkunarsvæði III í Árborg.

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 15.12.2021

Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 2 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á takmörkunarsvæði III í Árborg.

Lesa meira

Ný reglugerð um skoðun ökutækja - 7.12.2021

Þann 1. maí sl. tók gildi reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja, sem ætlað er að stuðla að auknu umferðaröryggi. Ýmis nýmæli og breytingar koma fram með reglugerðinni.

Lesa meira

Endurtilnefning Isavia ANS fyrir veitingu flugumferðarþjónustu - 3.12.2021

Þann 1. desember var skrifað undir endurtilnefningu fyrir veitingu flugumferðarþjónustu til næstu sjö ára. Þar með hefur Isavia ANS formlega tilnefningu um einkaleyfi til flugumferðarþjónustu í stærstum hluta íslenska loftrýmisins, sem er eitt hið stærsta í heimi. 

Lesa meira

Jóladagatal 2021 - 1.12.2021

Í dag hófst árlegt jóladagatal Samgöngustofu. Í þetta sinn er það í samstarfi við Leikhópinn Lottu og Sjónvarp Símans.

Lesa meira

Sögulegur stafrænn áfangi í þágu skilvirkni og öryggis - 18.11.2021

Nýjar vefþjónustur um nýskráningu ökutækja sem hafa verið í þróun eru nú tilbúnar til notkunar hjá Samgöngustofu og gefst öllum bílaumboðum kostur á að tengjast þeim. Vefþjónusturnar auka öryggi í meðferð gagna og spara tíma og fyrirhöfn allra aðila. Þar sem viðskiptin verða pappírslaus og akstur með gögn óþarfur er þessi nýjung sömuleiðis mjög umhverfisvæn.

Lesa meira

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa haldinn 21. nóvember - 11.11.2021

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember. Í ár verður kastljósinu meðal annars beint að afleiðingum þess ef öryggisbelti eru ekki notuð.

Lesa meira

Umsókn um fullnaðarskírteini til ökuréttinda orðin stafræn - 9.11.2021

Umsókn um útgáfu fullnaðarskírteinis til ökuréttinda er nú orðin stafræn og hægt að sækja um á Ísland.is. Þá geta ökukennarar nú einnig gengið frá akstursmati með stafrænum hætti. Þetta er fyrsti liður í mikilvægu umbótaverkefni um að gera umgjörð fyrir almennt ökunám stafræna frá upphafi til enda.

Lesa meira

Auglýsing vegna úthlutunar atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 8.11.2021

Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 50 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 6 leyfi á Akureyri.

Lesa meira

Vinnuvélar í umferð eru nú skráningarskyldar - 1.11.2021

Vinnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs í umferð þarf nú að skrá í ökutækjaskrá. Eins þarf að setja á þær skráningarmerki.

Lesa meira

Verkefni á sviði flugleiðsögumála í Kósóvó - 11.10.2021

Frá árinu 2019 hefur Samgöngustofa, samkvæmt samningi við utanríkisráðuneytið, sinnt verkefnum á sviði flugleiðsögumála í Kósóvó. Markmið verkefnisins er að gera neðra loftrýmið yfir Kósóvó aðgengilegra fyrir borgaralegt flug.

Lesa meira

Forvarnadagur - sviðsetning á slysi - 8.10.2021

Miðvikudaginn 6. október var haldinn Forvarnardagur fyrir nemendur og starfsfólk Menntaskólans að Laugarvatni. Sérstök áhersla var lögð á forvarnir í þágu umferðaröryggis en nemendur skólans eru 150 talsins á aldrinum 15 - 18 ára. 

Lesa meira

Rafræn eigendaskipti stórnotenda - 5.10.2021

Nú geta stórnotendur (t.d. bílasölur, fjármögnunarfyrirtæki og bílaleigur) beintengst Samgöngustofu í gegnum vefþjónustu og skráð eigendaskiptin með auðveldum hætti og kaupendur og seljendur samþykkja svo söluna einnig með rafrænum hætti. Reikna má með að hlutfall rafrænna eigendaskipta muni í kjölfarið fara úr rúmum 30% í 60% þegar allir stórnotendur eru farnir að nota vefþjónustuna.

Lesa meira

Ástandsmat flugbrauta - 28.9.2021

Þann 1. október n.k. verður innleitt nýtt fyrirkomulag við mat á ástandi flugbrauta við vetraraðstæður og upplýsingagjöf til flugmanna um brautarástand á íslenskum alþjóða- og áætlanaflugvöllum. Einnig verður breyting á sniðmáti og innihaldi SNOWTAM, nefnt Samhæft sniðmát (e. GRF Global Reporting Format).

Lesa meira

Flug dróna í nálægð við flugvelli - 22.9.2021

Almenn vitneskja og ábyrgð drónaflugmanna er almennt til fyrirmyndar hér á landi. Þrátt fyrir það hafa borist tilkynningar um flug dróna innan skilgreindra bannsvæða í nálægð við flugvelli, flugvélar og/eða í stjórnuðu loftrými en slíkt er stranglega bannað sökum mikillar slysahættu sem af því stafar.

Lesa meira

Samið um meðalhraðaeftirlit til að auka umferðaröryggi - 21.9.2021

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti í dag nýjan samstarfssamning Vegagerðar, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt hraðaeftirlit með löggæslumyndavélum. Markmið samningsins er að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins.

Lesa meira

Nýr bifreiðatöluvefur - 10.9.2021

Opnaður hefur verið nýr og betri bifreiðatöluvefur Samgöngustofu. Með nýjum vef er aðgengi að tölfræði um ökutæki á Íslandi stórbætt og framsetningin býður upp á ýmsa möguleika sem ekki voru áður til staðar.

Lesa meira

Rafræn ráðstefna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar - 8.9.2021

Í dag hófst rafræn ráðstefna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO um flugvernd, nú haldin í 5. sinn. 

Lesa meira

Loftferðasamningur Íslands og Bretlands öðlast gildi - 6.9.2021

Loftferðasamningur milli Íslands og Bretlands öðlaðist formlega gildi í gær, 1. september. Samningnum hefur verið beitt til bráðabirgða frá síðustu áramótum fram að gildistöku og voru flugsamgöngur milli ríkjanna því tryggðar við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu

Lesa meira

Viðvarandi lofthæfi kennsluvéla - 6.9.2021

Í vændum er innleiðing reglugerðar ESB nr. 2019/1383 sem breytir kröfum um viðvarandi lofthæfi loftfara í reglugerð ESB nr. 1321/2014. Vegna þessa þarf að skilgreina hvaða þjálfunarfyrirtæki skuli teljast rekin í ábataskyni og hver ekki.

Lesa meira

Samgöngustofa hlýtur viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg - 3.9.2021

Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fyrr í dag, hlaut Samgöngustofa Áttavitann sem viðurkenningu fyrir fyrir frumkvæði og virkni í slysavörnum.

Lesa meira

Uppfærðar upplýsingar um réttindi flugfarþega - 5.8.2021

Evrópusambandið hefur uppfært upplýsingar um réttindi farþega með aðgengilegum hætti í formi spurninga og svara.

Lesa meira

Vegna flugs loftfara yfir eldgosið á Reykjanesi - 30.7.2021

Að hámarki mega fjögur loftför vera hverju sinni innan BIR2. Sjá gildandi NOTAM.

Lesa meira

Framlenging heimildar fyrir bresk ökuskírteini - 26.7.2021

Heimild til að nota bresk ökuskírteini á Íslandi hefur verið framlengd til loka nóvembermánaðar

Lesa meira

Tímabundið bann við drónaflugi yfir eldgosinu - 19.7.2021

Samgöngustofa hefur gefið út bann við drónaflugi yfir eldgosinu á Reykjanesi, í dag, mánudaginn 19. júlí 2021 milli 13.30 og 14.30.

Lesa meira

Tímabundið drónabann - 17.7.2021

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á bann við flugi dróna nálægt bandaríska herskipinu USS Roosevelt. Bannið gildir frá 18. júlí til og með 22. júlí 2021.

Lesa meira

Lögskráningar – truflun á lögskráningum með rafrænum skilríkjum - 3.7.2021

Vegna tæknilegra örðugleika tengdum rafrænum skilríkjum geta orðið truflanir á rafrænni þjónustu frá kl. 15 í dag

Lesa meira

Einfölduð og uppfærð skipalög taka gildi - 1.7.2021

Einfölduð og uppfærð skipalög nr. 66/2021 voru samþykkt á Alþingi þann 31. maí síðastliðinn og taka gildi í dag 1. júlí. Með lögunum er kominn heildstæður lagabálkur sem inniheldur allar helstu reglur er eiga við um skip.

Lesa meira

Breytingar á lögum um farþegaflutninga á landi - 30.6.2021

Þann 13. júní síðastliðinn voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017. Helstu breytingar snúa meðal annars að tímabundnum gestaflutningum í farþegaflutningum.

Lesa meira

Hætt að skima börn og fólk með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu við landamæri Íslands - 28.6.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnareglum á landamærum sem taka gildi 1. júlí og gilda til 15. ágúst. Hætt verður að skima börn og fólk með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu við landamærin.

Lesa meira

Námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða - 24.6.2021

Mánudaginn 6. september næstkomandi verður haldið námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða (fulltrúanámskeið ABC) í Reykjavík og fimmtudaginn 2. september á Akureyri.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 23.6.2021

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 26. ágúst í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 10:00 til 16:00.

Lesa meira

Flugfélögum skylt að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð fyrir brottför til Íslands - 3.6.2021

Frá og með 5. júní nk. verður flugfélögum sem fljúga til Íslands skylt að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 fyrir brottför til landsins. Reglugerð þessa efnis var birt í gær og tekur gildi á laugardaginn.

Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir (uppfærðar 1. júní 2021) - 1.6.2021

Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir sem sinna farþegaflugi og vöruflutningum í millilandaflugi vegna COVID-19. Útgáfudagur er 1. júní 2021 en leiðbeiningarnar hafa verið og verða uppfærðar eftir þörfum.

 

Lesa meira

Rafskútur og umferðaröryggi - 1.6.2021

Skýrslan „Rafskútur og umferðaröryggi“ var gefin út á dögunum en hún er afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar sem var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborg. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif rafskútur hafi á umferðaröryggi og hvaða þættir það eru sem helst ógna öryggi rafskútunotenda sem og annarra vegfarenda í umferðinni.

Lesa meira

Veffundur um Vegvísi.is: Hvað er á áætlun og erum við að ná árangri? - 1.6.2021

Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Í tilefni af formlegri opnun verður Vegvísir kynntur á veffundi ráðuneytisins þriðjudaginn 1. júní kl. 13:00-13:45.

Lesa meira

Tímabundið bann við drónaflugi yfir eldgosinu - 26.5.2021

Samgöngustofa hefur gefið út bann við drónaflugi yfir eldgosinu á Reykjanesi, fimmtudaginn 27. maí 2021 milli 09.00 og 10.30.

Lesa meira

Breytingar á umferðarlögum - 26.5.2021

Þann 11. maí sl. samþykkti Alþingi ný lög nr. 39/2021 um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019. Markmið þeirra er m.a. að lagfæra vankanta á umferðarlögum og létta stjórnsýslu og kostnað borgara.

Lesa meira

Tímabundið bann við notkun dróna/fjarstýrða loftfara - 18.5.2021

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði. Af þeim sökum verður óheimilt að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 500 metra radíus frá Hörpunni, tónlistar- og ráðstefnuhúsi sem er við austurbakka Reykjavíkurhafnar, Grand Hótel Reykjavík – Sigtúni 28 og Hilton Nordica Hótel – Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Lesa meira

Þrjú sumarstörf námsmanna - 12.5.2021

Samgöngustofa auglýsir þrjú sumarstörf námsmanna, það er átaksverkefni Vinnumálstofnunar og félagsmálaráðuneytisins.

Lesa meira

COVID-19, landamæri: Endurskoðuð viðmið fyrir skilgreiningu hááhættusvæða - 6.5.2021

Skilgreining viðmiða sem ákvarða hvort lönd eða svæði teljast til hááhættusvæða hafa verið endurskoðuð. Til viðbótar viðmiðum um nýgengi smita verður bætt við skilyrði um hlutfall jákvæðra sýna sem hefur áhrif á hvort svæði eða land telst hááhættusvæði eða ekki. 

Lesa meira

Auglýsing um svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði vegna COVID-19 - 5.5.2021

Hér má sjá auglýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu um svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði vegna COVID-19. Um er að ræða lönd eða svæði þar sem 14 daga nýgengi er 500–699 á hverja 100.000 íbúa, nýgengi er undir 500 á hverja 100.000 íbúa og hlutfall jákvæðra sýna 5% eða meira, eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið eða landið liggja ekki fyrir. 

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 3.5.2021

Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 20 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Lesa meira

Bann við ónauðsynlegum ferðum frá há-áhættusvæðum - 27.4.2021

Við vekjum athygli á nýrri reglugerð nr. 435/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Dómsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá tilgreindum áhættusvæðum, vegna Covid-19 faraldursins. Reglugerðin tekur gildi 27. apríl og gildir út maí.

Lesa meira

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fall Wow air - 20.4.2021

Samgöngustofa fagnar afléttingu trúnaðar af úttektarskýrslu Ríkisendurskoðunar um fall Wow air og þar með tækifæri til opinnar umræðu um efnisatriði hennar. Eitt af meginverkefnum Samgöngustofu og þungamiðjan í fjárhagslegu eftirliti með flugrekendum er að tryggja flugöryggi. Á síðustu rekstrarmánuðum Wow air var tekist á við afar krefjandi verkefni um eftirlit og mat á ráðstöfunum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Í því ferli lék aldrei vafi á um örugga starfrækslu loftfara félagsins. Með því var mikilvægasta tilganginum náð.

Lesa meira

Samningur um námskeið og skírteinaútgáfu í siglingavernd - 20.4.2021

Gerður hefur verið samningur milli Samgöngustofu og Slysavarnaskóla sjómanna um námskeið og skírteinaútgáfu í siglingavernd. Samkvæmt samningnum mun Slysavarnaskóli sjómanna sjá um öll námskeið fyrir verndarfulltrúa í siglingavernd og gefa út skírteini því til staðfestingar.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um skýrslu Ríkisendurskoðunar - 15.4.2021

Samgöngustofa telur jákvætt að úttekt Ríkisendurskoðunar um fall Wow air sé lokið. Verkefnið hófst í október 2019 og á öllum stigum var lögð áhersla á gott samstarf og aðgengi að nauðsynlegum gögnum. 

Lesa meira

Tilmæli til flugverja og flugumferðarstjóra vegna Covid 19 bólusetningar - 15.4.2021

Samgöngustofa vekur athygli flugverja á því að Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið út öryggistilmæli varðandi Covid19 bólusetningar flugmanna og öryggis- og þjónustuliða. Samkvæmt þeim hvetur stofnunin áhafnarmeðlimi til að þiggja bóluefni þegar það stendur til boða og beinir því til þeirra að taka amk. 48 klst. 

Lesa meira

Verklegt flugnám með kennara heimilt á ný frá 15. apríl - 14.4.2021

Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar taka gildi 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur og á það við um verklegt flugnám. Hámarksfjöldi í sama rými, á sama tíma, er 20 manns.

Lesa meira

Verklegt ökunám með kennara heimilt á ný frá 15. apríl - 14.4.2021

Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar taka gildi 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur og á það við um verklegt ökunám. Hámarksfjöldi í sama rými, á sama tíma, er 50 manns.

Lesa meira

Aðgerðir á landamærum frá 9. apríl 2021 - breytt skilyrði um dvöl í sóttkvíaðgerðir vegna COVID-19 - 9.4.2021

Frá og með 9. apríl 2021 eru gerðar skýrari kröfur um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús en ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina.

Lesa meira

Starfræksla loftfara í tenglum við eldgosið á Reykjanesi - 3.4.2021

Samgöngustofa hefur sinnt eftirliti með loftflutningum í tengslum við flug í kringum eldstöðvarnar. Áhersla hefur verið lögð á að hafa eftirlit með því að flugmenn tryggi að loftför séu starfrækt innan þyngdartakmarkana og að útbúnaður loftfara sé samkvæmt gildandi reglugerðum. Þá hefur verið fylgst með leyfisskyldri starfsemi sem varðar fólksflutninga í flugi en Samgöngustofu hefur borist ábendingar um að flugmenn hafi stundað slíka starfsemi án flugrekstrarleyfis. 

Lesa meira

Áframhaldandi undanþágur frá tímamörkum fyrir flugnema - 30.3.2021

Vegna ómöguleika sem orsakast hefur af Covid-19 faraldri gefst nemendum, sem eru að renna út á 18 mánaða tíma fyrir próftöku á bóklegum prófum, á tímabilinu 30. nóvember 2020 til 31. júlí 2021, kostur á því að sækja um aukinn frest til að ljúka öllum sínum prófum. 

Lesa meira

Flug loftfara yfir eldgosi í Geldingadölum - 26.3.2021

Mikil ásókn er í að skoða eldgosið á Reykjanes úr lofti. Í öryggisskyni hefur tímabundið verið sett hámark á fjölda loftfara sem er hverju sinni innan BIR2 (Vestursvæðis). Hámarkið miðast við bestu sjónflugsskilyrði og er 8 loftför. 

Lesa meira

Frestun á gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri - 26.3.2021

Gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri sem taka átti gildi 26. mars hefur verið frestað til 6. apríl nk. Ákvörðun um frestun er til þess að svigrúm gefist til að rýna framkvæmd á viðtöku vottorða svo hún gangi snurðulaust fyrir sig og verði í samræmi við ítrustu varúðarráðstafanir. 

Lesa meira

Tilmæli til flugverja varðandi Covid 19 bólusetningu - 25.3.2021

Samgöngustofa vekur athygli flugverja á því að Flugöryggisstofnun Evrópur hefur gefið út öryggistilmæli varðandi Covid19 bólusetningar flugmanna og öryggis- og þjónustuliða. 

Lesa meira

Almenn afgreiðsla lokuð - 25.3.2021

Vegna breyttra reglna í tengslum við COVID-19 faraldurinn verður almenn afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021. 

Lesa meira

Ökunám og flugnám með kennara óheimilt frá miðnætti 24. mars 2021 vegna COVID-19 - 24.3.2021

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti 24. mars 2021 og munu gilda í 3 vikur. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð og fram hefur komið að ökunám og flugnám með kennara er óheimilt. 

Lesa meira

Drónaflug er bannað yfir 120 metrum - 20.3.2021

Að gefnu tilefni vill Samgöngustofa árétta reglur sem gilda um drónaflug. Þær eru settar til að tryggja öryggi, t.d. aðgreiningu dróna og annarra loftfara.

Lesa meira

Flug og eldgos - 19.3.2021

Vegna eldgoss á Reykjanesi verður þörf á tíðu rannsóknaflugi á vegum Almannavarna við eldstöðina. Flugið er í þágu almannavarna og vísinda og mun njóta forgangs framyfir annað flug. 

Lesa meira

Stafrænt skilavottorð ökutækja - 19.3.2021

Undanfarið hefur Samgöngustofa unnið að því að einfalda ferlið við förgun ökutækja í samstarfi við Stafrænt Ísland, Fjársýslu ríkisins og Úrvinnslusjóð. Sá áfangi hefur nú náðst að ferlið er allt orðið sjálfvirkt en krafðist þess áður að eigendur ökutækis þurftu að fara milli staða með pappír.

Lesa meira

COVID-19: Vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu tekin gild á landamærum óháð uppruna - 17.3.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, að vottorð um bólusetningu gegn COVID-19 og vottorð um fyrri covid sýkingu verði tekin gild á landamærum Íslands, hvort sem þau eru upprunnin innan EES svæðisins eða utan þess, að því tilskyldu að þau uppfylli sömu kröfur og leiðbeiningar sóttvarnalæknis.

Lesa meira

Árið 2021 útnefnt sem ár verndarmenningar - 12.3.2021

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur útnefnt árið 2021 sem alþjóðlegt ár verndarmenningar. Verndarmenning er til þess fallin að auka velgengni fyrirtækja í flugi og byggir m.a. á viðhorfum og vinnulagi. 

Lesa meira

Reglur um drónaflug - 5.3.2021

Vegna mögulegra eldsumbrota á Reykjanesi má gera ráð fyrir miklum áhuga á drónaflugi, sem og öðru flugi á svæðinu. Samgöngustofa vekur athygli á gagnlegum upplýsingum um drónaflug og reglum sem m.a. er ætlað að tryggja aðgreiningu dróna og annarra loftfara

Lesa meira

Vegna eldgoss á Reykjanesi - 4.3.2021

Þegar eldgos hefst á Íslandi er farið eftir fyrirfram ákveðnum viðbragðsáætlunum og verklagi. Ef til eldgoss á Reykjanesi kemur fer ákveðin atburðarrás af stað hjá þeim stofnunum sem gegna lykilhlutverki.

Lesa meira

Móttaka Samgöngustofu opnar á ný - 24.2.2021

Með rýmkun á fjöldatakmörkunum opnar móttaka Samgöngustofu fimmtudaginn 25. febrúar. 

Lesa meira

Hertar aðgerðir á landamærum taka gildi 19. febrúar - 17.2.2021

Öllum sem koma til landsins frá og með 19. febrúar næstkomandi verður skylt að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar kröfu um tvöfalda skimun. 

Lesa meira

Netöryggismál í samgöngum - 11.2.2021

Kröfur á sviði netöryggismála í samgöngum hafa þróast ört síðustu ár enda er mikið hagsmunamál fyrir samgöngur að net – og upplýsingakerfi sem þeim eru nauðsynleg virki með þeim hætti sem þeim er ætlað.

Lesa meira

Ökunám verður stafrænt frá upphafi til enda - 6.2.2021

Ákveðið hefur verið að fyrir árslok verði umgjörð fyrir almennt ökunám orðin stafræn frá upphafi til enda. Tekur það til umsókna, ökunámsbóka, upplýsingagáttar fyrir nemendur og ökukennara, ökuskóla, prófa og útgáfu ökuskírteina. Markmiðið er að einfalda ökunámsferlið, fækka snertiflötum milli stofnana og bæta til muna þjónustu við nemendur og ökukennara.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 2.2.2021

Námskeiðið verður haldið í mars og verður notast við fjarfundabúnað

Lesa meira

Námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða - 14.1.2021

Þriðjudaginn 27. apríl 2021 verður haldið námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða (fulltrúanámskeið ABC) í Reykjavík.

Lesa meira

Undanþágur frá tímamörkum fyrir flugnema - 13.1.2021

Vegna ómöguleika sem orsakast hefur af Covid-19 faraldri gefst nemendum, sem eru að renna út á 18 mánaða tíma fyrir próftöku á tímabilinu 01. apríl 2020 til 31. mars 2021, kostur á því að sækja um aukinn frest til að ljúka öllum sínum prófum. 

Lesa meira

Flugnám - takmarkanir á samkomum rýmkaðar - 12.1.2021

Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar taka gildi 13. janúar og gilda til og með 17. febrúar nk. 

Lesa meira

Ökunám - takmarkanir á samkomum rýmkaðar - 12.1.2021

Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar taka gildi 13. janúar og gilda til og með 17. febrúar nk. 

Lesa meira