Sögulegur stafrænn áfangi í þágu skilvirkni og öryggis - 18.11.2021

Nýjar vefþjónustur um nýskráningu ökutækja sem hafa verið í þróun eru nú tilbúnar til notkunar hjá Samgöngustofu og gefst öllum bílaumboðum kostur á að tengjast þeim. Vefþjónusturnar auka öryggi í meðferð gagna og spara tíma og fyrirhöfn allra aðila. Þar sem viðskiptin verða pappírslaus og akstur með gögn óþarfur er þessi nýjung sömuleiðis mjög umhverfisvæn.

Lesa meira

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa haldinn 21. nóvember - 11.11.2021

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember. Í ár verður kastljósinu meðal annars beint að afleiðingum þess ef öryggisbelti eru ekki notuð.

Lesa meira

Umsókn um fullnaðarskírteini til ökuréttinda orðin stafræn - 9.11.2021

Umsókn um útgáfu fullnaðarskírteinis til ökuréttinda er nú orðin stafræn og hægt að sækja um á Ísland.is. Þá geta ökukennarar nú einnig gengið frá akstursmati með stafrænum hætti. Þetta er fyrsti liður í mikilvægu umbótaverkefni um að gera umgjörð fyrir almennt ökunám stafræna frá upphafi til enda.

Lesa meira

Auglýsing vegna úthlutunar atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 8.11.2021

Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 50 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 6 leyfi á Akureyri.

Lesa meira

Vinnuvélar í umferð eru nú skráningarskyldar - 1.11.2021

Vinnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs í umferð þarf nú að skrá í ökutækjaskrá. Eins þarf að setja á þær skráningarmerki.

Lesa meira