Samgöngustofa textar mynd Háskólans í Cardiff um andlegt álag á sjó - 28.12.2022

Rétt fyrir jól var íslenskur texti settur á fræga fræðslumynd Háskólans í Cardiff í Wales um andlegt álag á sjó “Seafarers fatique”. Myndin er búinn að vera aðgengileg á youtube á ensku og að frumkvæði Samgöngustofu var ákveðið að höfðu samráði við Slysavarnaskóla sjómanna að láta útbúa íslenskan texta.

Lesa meira

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar - 23.12.2022

Afgreiðslutími á virkum dögum milli jóla og nýárs verður með venjubundnum hætti. Mánudaginn 2. janúar opnar seinna en venjan er eða kl. 11 í stað 9.

Lesa meira

Réttindi flugfarþega - 20.12.2022

Í ljósi fréttaflutnings vegna tafa og aflýsinga á flugi vegna óveðurs að undanförnu vill Samgöngustofa vekja athygli á þeim réttindum sem flugfarþegar hafa og sérstöku upplýsingaspjaldi um þau réttindi.

Lesa meira

Síðasta spjaldið í röð 12 hnúta komið út - 20.12.2022

Nú er tólfta og síðasta rafræna veggspjaldið í röðinni 12 hnútar komið út. Umfjöllunarefnið er sú hætta sem stafað getur af skorti á nærgætni og virðingu fyrir samstarfsfólki. 

Lesa meira

Ný lög um leigubifreiðaakstur - 19.12.2022

Frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur var samþykkt á Alþingi föstudaginn 16. desember. 

Lesa meira

Bókin sem aldrei týnist - rafrænt ökunám - 19.12.2022

Stórum áfanga í stafvæðingu ökunáms er nú náð með virkjun stafrænnar ökunámsbókar Samgöngustofu.

Lesa meira

Námskeið í trefjaplastsmíði - 1.12.2022

Námskeið í trefjaplastsmíði verður haldið af Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á vorönn 2023 í samstarfi við Samtök skipaiðnaðarins, Iðuna og Samgöngustofu.

Lesa meira

Jóladagatal Samgöngustofu 2022 - 30.11.2022

Jóladagatal Samgöngustofu 2022 hefst 1. desember og það má finna á vefnum joladagatal.umferd.is.

Lesa meira

Flutningaskipið Eystnes kyrrsett - 23.11.2022

Við hafnarríkisskoðun á Vopnafirði 22. nóvember sl. á flutningaskipinu Eystnes, voru gerðar nokkrar athugasemdir um ástand skipsins og búnaðar og nokkrar alvarlegar, m.a. var ekki virkur dýptarmælir um borð í skipinu. Var skipið kyrrsett samkvæmt alþjóðasamningum sem um slíkan búnað gilda.

Lesa meira

Skráningarsíða fyrir umráðamenn dróna - 21.11.2022

Samgöngustofa hefur nú opnað skráningarsíðuna www.flydrone.is þar sem umráðendur dróna hafa þann kost að skrá sig, kynna sér námsefni og taka próf í undirflokki A1/A3 fyrir opna flokkinn.

Lesa meira

Leiðrétting á fréttum um björgunarskip - 21.11.2022

Að undanförnu hafa birst nokkrar fréttir af stöðu tveggja björgunarskipa, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Í þessum fréttum hefur því verið haldið fram að Samgöngustofa standi í vegi fyrir því að skipin komist í eðlilega starfsemi sem björgunarskip.

Lesa meira

Innheimta vörugjalda við nýskráningu ökutækja - 16.11.2022

Þann 1. desember næstkomandi mun Samgöngustofa hætta innheimtu vörugjalda við nýskráningu bifreiða og annarra skráningarskyldra tækja.
Þess í stað mun myndast greiðsluseðill fyrir vörugjöldum við tollafgreiðslu ökutækja með eindaga að 12 mánuðum liðnum eins og
lög gera ráð fyrir.

Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 20. nóvember - 11.11.2022

Sunnudaginn 20. nóvember er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

Lesa meira

Óskað eftir tilboðum í umsjón skriflegra og verklegra ökuprófa - 10.11.2022

Ríkiskaup, fyrir hönd Samgöngustofu, óska eftir tilboðum í umsjón og utanumhald á framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa á landinu öllu.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 10.11.2022

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 19. janúar 2023 í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 10:00 til 16:00.

Lesa meira

Skráning atvika og slysa tengd sjómönnum - 3.11.2022

Samgöngustofa í samvinnu við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa (RNSA) hélt blaðamannafund, miðvikudag 2. nóvember, um borð í Sæbjörgu, skólaskipi slysavarnaskóla sjómanna í Reykjavíkurhöfn.

Lesa meira

Ísland kosið í aðalráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar - 1.10.2022

Kosningar fóru fram í aðalráð ICAO í Montréal, Kanada, fyrr í dag. Ísland var í framboði og hlaut kosningu.

Lesa meira

Ráðherra ávarpar þing ICAO - 28.9.2022

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræddi mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um flugmál á þingi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í Montréal

Lesa meira

Ráðstefna um öryggi og grænar lausnir í siglingum - 19.9.2022

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður öryggi og grænum lausnum í siglingum. Af því tilefni verður ráðstefna haldin fimmtudaginn 29. september undir yfirskriftinni Stolt siglir fleyið mitt á Grand hótel í Reykjavík frá kl. 13-16. Ráðstefnan er haldin af innviðaráðuneyti og siglingaráði í samstarfi við Samgöngustofu og Grænu orkuna.

Lesa meira

Undirskrift aðlögunarsamnings Íslands að EUROCONTROL - 15.9.2022

Í dag var undirritaður aðlögunarsamningur Íslands og Eurocontrol sem markar áform Íslands um að gerast aðili að stofnuninni frá 1. janúar 2025.

Lesa meira

Ákvarðanir um siglingaleiðir við strendur Íslands - 30.8.2022

Fram til þessa hafa sérstakar siglingaleiðir ekki verið ákvarðaðar við Ísland, að undanteknum aðskildum siglingaleiðum við Reykjanes. Með aukinni starfsemi við strendur landsins hefur þörf á skilgreindum siglingaleiðum farið vaxandi en þær geta haft áhrif á skipulag og notkun strandsvæða.

Lesa meira

Flug með farþega gegn gjaldi - 9.8.2022

Samgöngustofa vill vekja athygli þeirra sem hug hafa á að nýta sér þjónustu þeirra sem bjóða upp á flug yfir gosstöðvarnar á að aðeins flugrekendur með flugrekstarleyfi hafa heimild til þess að taka gjald fyrir flug með farþega, t.d. útsýnisflug yfir eldstöðvarnar á Reykjanesi.

Lesa meira

Drónaflug og eldgosið á Reykjanesi - 3.8.2022

Nú þegar eldgos er hafið að nýju á Reykjanesi vill Samgöngustofa, að gefnu tilefni, árétta reglur sem gilda um drónaflug. Þær eru settar til að tryggja öryggi, t.d. aðgreiningu dróna og annarra loftfara.

Lesa meira

Ný gjaldskrá Samgöngustofu - 29.7.2022

Gjaldskrá Samgöngustofu hefur verið uppfærð í samræmi við auglýsingu innviðaráðuneytisins og mun hún taka gildi 1. ágúst 2022.

Lesa meira

Ný heildarlög um loftferðir - 13.7.2022

Hér má sjá helstu nýmæli laganna.

Lesa meira

Ný heildarlög um áhafnir - 11.7.2022

Hér má sjá yfirlit yfir helstu nýmæli nýrra heildarlaga um áhafnir skipa sem nýlega voru samþykkt á Alþingi og taka gildi 1. janúar 2023.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 5.7.2022

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 25. ágúst 2022 í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 10:00 til 16:00.

Lesa meira

Stafræn umsókn um ökunám - 24.6.2022

Fyrsta skref ökunáms, umsókn um bráðabirgðaskírteini, er nú orðið stafrænt á island.is.

Lesa meira

Réttindi flugfarþega þegar flugi er aflýst - 15.6.2022

Í þeim tilvikum þegar flugi farþega er aflýst með minna en tveggja vikna fyrirvara eiga farþegar rétt á skaðabótum. Þetta gildir nema flugrekandi sýni fram á að aflýsingin hafi verið vegna óviðráðanlegra ástæðna.

Lesa meira

Samferða - 13.6.2022

Samþykkt hefur verið ný heildarstefna Samgöngustofu fyrir tímabilið 2022 til 2024 og er hún vegvísir til þeirrar framtíðar sem við viljum byggja á komandi árum. Samhliða nýju stefnunni fær Samgöngustofa nýja ásýnd og nýtt merki er nú kynnt til sögunnar ásamt öllu öðru kynningarefni.

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 3.6.2022

Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 100 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á takmörkunarsvæði I á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Lesa meira

Könnun á öryggi hjólandi á stígum - 18.5.2022

Í maí hefur Samgöngustofa í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg framkvæmt könnun við valda stíga á höfuðborgarsvæðinu. Farartæki sem fóru um stíginn voru t.d. skráð og hvort ökumaður hafi verið með hjálm.

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 13.5.2022

Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 45 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, 6 leyfi á Akureyri og 1 leyfi í Árborg.

Lesa meira

Bann við komum rússneskra skipa - 11.5.2022

Hafnarstjórum hefur verið sent upplýsingabréf um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir ESB gagnvart Rússlandi varðandi Úkraínu sem innleiddar eru hérlendis. Breytingin felur m.a. í sér bann við komum skipa skráðum í Rússlandi til íslenskra hafna. Bannið tók gildi á Íslandi sl. föstudag.

Lesa meira

Gátlisti fyrir strandveiðar - 2.5.2022

Nú þegar strandveiðitímabilið er að hefjast er vert að minna á gátlista sem Samgöngustofa og Siglingaráð gáfu út. Á gátlistanum er að finna allt það helsta sem mikilvægt er að hafa í huga til að stuðla að öryggi sjófarenda.

Lesa meira

Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki - 2.5.2022

Samgöngustofa vekur athygli á að með reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja hafa ökutæki í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum fengið nýjan skoðunarmánuð. Skal nú og framvegis færa þau til skoðunar eins og þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis, sem þýðir að skoðunarmánuðurinn er maí.

Lesa meira

Breytt fyrirkomulag við tilnefningu prófdómara fyrir færnipróf - 25.4.2022

Samgöngustofa tilkynnir um breytt fyrirkomulag við tilnefningu prófdómara fyrir færnipróf sem útlistað er í upplýsingabréfi 1/2015. Með breytingunni er Samgöngustofa að verða við kalli eftir auknu gagnsæi í tilnefningum prófdómara frá þeim sjálfum, skólum og nemendum. 

Lesa meira

Drög að skýrslu starfshóps um smáfarartæki í samráðsgátt stjórnvalda - 12.4.2022

Drög að skýrslu starfshóps um smáfarartæki hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Öllum gefst kostur á að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að koma að athugasemdum rennur út 25. apríl nk.

Lesa meira

Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera? - 11.4.2022

Innviðaráðuneytið og stofnanir þess óska eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. 

Lesa meira

Skýrsla umferðarslysa ársins 2021 komin út - 7.4.2022

Slysaskýrsla umferðarslysa sem Samgöngustofa hefur tekið saman fyrir árið 2021 er komin út. 

Lesa meira

Rafræn skírteini flugmanna - 23.3.2022

EASA (Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins) hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að innleiða rafræn skírteini fyrir flugmenn. 

Lesa meira

Fulltrúanámskeið fyrir umboð - 14.3.2022

Ákveðið hefur verið að halda fulltrúanámskeið fyrir umboð þann 4 apríl 2022 í Flugröst kl 09:15.

Lesa meira

Aðgerðir IMO vegna flutningaskipa nálægt stríðsátökum í Úkraínu - 11.3.2022

Mikil samstaða er innan ráðs IMO sem fordæmdi ofbeldisaðgerðir Rússa gegn sjálfstæðu og fullvalda ríki 

Lesa meira

Samgöngustofa tekur við útgáfu fjarskiptaskírteina - 11.3.2022

Þann 1. apríl 2022 tekur Samgöngustofa við útgáfu fjarskiptaskírteina (ROC og GOC) til skipstjórnarmanna í stað Fjarskiptastofu.

Lesa meira

Aðgerðaráætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna - 1.3.2022

Út er komin ný aðgerðaráætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa fjallar um hvernig bregðast eigi við vegna óhappa á sjó er varða skip í efnahagslögsögu Íslands sem ógna siglingaöryggi eða hætta er á að valdi umhverfistjóni.

Lesa meira

Íslensk lofthelgi lokuð rússneskum loftförum - 28.2.2022

Ákvörðun stjórnvalda um lokun lofthelgi Íslands fyrir umferð rússneskra loftfara var tekin til að sýna samstöðu með Úkraínu.

Lesa meira

Aflétting takmarkana á landamærum vegna COVID-19 - 24.2.2022

Öllum takmörkunum vegna COVID-19 hefur verið aflétt á landamærum Íslands.

Lesa meira

Fundur vegna hugsanlegrar aðildar Íslands að Eurocontol - 24.2.2022

Með umsókn er stefnt að því að Ísland verði fullgildur aðili frá 1. janúar 2025. Ef samningar nást verður stigið mikilvægt skref í alþjóðastarfi í þágu flugs og flugleiðsögu.

Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur - 18.2.2022

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að helga 20. febrúar ár hvert sem minningardag tileinkaðan fórnarlömbum flugslysa og aðstandendum þeirra.

Lesa meira

Mengunarvarnarbúnaður er mikilvægur - 18.2.2022

Óheimilt er að óvirkja eða fjarlægja mengunarvarnarbúnað úr ökutækjum.

Lesa meira

Verksamningur um framkvæmd ökuprófa framlengdur - 17.2.2022

Verksamningur milli Samgöngustofu og Frumherja um framkvæmd ökuprófa hefur verið framlengdur til 31. maí 2023.

Lesa meira

Afreiðsla lokuð frá kl. 13 í dag - 14.2.2022

Vegna veðurs verður afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúlanum lokuð frá kl. 13 í dag mánudaginn 14. febrúar.

Lesa meira

Afgreiðslan opin aftur - 7.2.2022

Afgreiðslan í Ármúla er nú opin aftur eftir að hafa verið lokuð í morgun vegna veðurs. 

Lesa meira

Afgreiðsla lokuð vegna veðurs - 6.2.2022

Vegna slæmrar veðurspár verður afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúlanum ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi kl. 12:00 á morgun mánudaginn 7. febrúar. 

Lesa meira

Breyting á innheimtu bifreiðagjalds - 31.1.2022

Nú skal seljandi ökutækis greiða áfallin bifreiðagjöld. Skatturinn endurgreiðir honum mismuninn af gjöldum tímabilsins. Jafnframt flyst gjaldskylda yfir á kaupanda, sem fær sendan greiðsluseðil með eftirstöðvum tímabilsins, með eindaga 15 dögum frá eigendaskiptum.

Lesa meira