Könnun á öryggi hjólandi á stígum - 18.5.2022

Í maí hefur Samgöngustofa í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg framkvæmt könnun við valda stíga á höfuðborgarsvæðinu. Farartæki sem fóru um stíginn voru t.d. skráð og hvort ökumaður hafi verið með hjálm.

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 13.5.2022

Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 45 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, 6 leyfi á Akureyri og 1 leyfi í Árborg.

Lesa meira

Bann við komum rússneskra skipa - 11.5.2022

Hafnarstjórum hefur verið sent upplýsingabréf um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir ESB gagnvart Rússlandi varðandi Úkraínu sem innleiddar eru hérlendis. Breytingin felur m.a. í sér bann við komum skipa skráðum í Rússlandi til íslenskra hafna. Bannið tók gildi á Íslandi sl. föstudag.

Lesa meira

Gátlisti fyrir strandveiðar - 2.5.2022

Nú þegar strandveiðitímabilið er að hefjast er vert að minna á gátlista sem Samgöngustofa og Siglingaráð gáfu út. Á gátlistanum er að finna allt það helsta sem mikilvægt er að hafa í huga til að stuðla að öryggi sjófarenda.

Lesa meira

Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki - 2.5.2022

Samgöngustofa vekur athygli á að með reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja hafa ökutæki í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum fengið nýjan skoðunarmánuð. Skal nú og framvegis færa þau til skoðunar eins og þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis, sem þýðir að skoðunarmánuðurinn er maí.

Lesa meira