Jóladagatal Samgöngustofu 2022 - 30.11.2022

Jóladagatal Samgöngustofu 2022 hefst 1. desember og það má finna á vefnum joladagatal.umferd.is.

Lesa meira

Flutningaskipið Eystnes kyrrsett - 23.11.2022

Við hafnarríkisskoðun á Vopnafirði 22. nóvember sl. á flutningaskipinu Eystnes, voru gerðar nokkrar athugasemdir um ástand skipsins og búnaðar og nokkrar alvarlegar, m.a. var ekki virkur dýptarmælir um borð í skipinu. Var skipið kyrrsett samkvæmt alþjóðasamningum sem um slíkan búnað gilda.

Lesa meira

Skráningarsíða fyrir umráðamenn dróna - 21.11.2022

Samgöngustofa hefur nú opnað skráningarsíðuna www.flydrone.is þar sem umráðendur dróna hafa þann kost að skrá sig, kynna sér námsefni og taka próf í undirflokki A1/A3 fyrir opna flokkinn.

Lesa meira

Leiðrétting á fréttum um björgunarskip - 21.11.2022

Að undanförnu hafa birst nokkrar fréttir af stöðu tveggja björgunarskipa, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Í þessum fréttum hefur því verið haldið fram að Samgöngustofa standi í vegi fyrir því að skipin komist í eðlilega starfsemi sem björgunarskip.

Lesa meira

Innheimta vörugjalda við nýskráningu ökutækja - 16.11.2022

Þann 1. desember næstkomandi mun Samgöngustofa hætta innheimtu vörugjalda við nýskráningu bifreiða og annarra skráningarskyldra tækja.
Þess í stað mun myndast greiðsluseðill fyrir vörugjöldum við tollafgreiðslu ökutækja með eindaga að 12 mánuðum liðnum eins og
lög gera ráð fyrir.

Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 20. nóvember - 11.11.2022

Sunnudaginn 20. nóvember er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

Lesa meira

Óskað eftir tilboðum í umsjón skriflegra og verklegra ökuprófa - 10.11.2022

Ríkiskaup, fyrir hönd Samgöngustofu, óska eftir tilboðum í umsjón og utanumhald á framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa á landinu öllu.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 10.11.2022

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 19. janúar 2023 í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 10:00 til 16:00.

Lesa meira

Skráning atvika og slysa tengd sjómönnum - 3.11.2022

Samgöngustofa í samvinnu við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa (RNSA) hélt blaðamannafund, miðvikudag 2. nóvember, um borð í Sæbjörgu, skólaskipi slysavarnaskóla sjómanna í Reykjavíkurhöfn.

Lesa meira