Bann við lendingum loftfara í Holuhrauni

18.9.2014

Samgöngustofu vill árétta að lögregla og almannavarnir líta svo að gildandi yfirlýsing um bannsvæði og hættusvæði vegna eldgoss í Holuhrauni og jarðhræringa í Bárðarbungu taki til allrar umferðar og dvalar á landsvæðinu, þ.m.t. lendingar loftfara, sbr. 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 23. gr. l. nr. 82/2008 um almannavarnir.

Bann þetta hefur sætt sérstökum undantekningum samkvæmt ákvörðun almannavarna og lögreglu hverju sinni og tekur aðeins til fjölmiðlamanna og vísindamanna sem uppfylla tiltekin skilyrði.  Hafa slíkar undanþágur verið veittar þeim úr þessum hópum sem vinna verk sín með loftförum. Hefur Vatnajökulsþjóðgarður haft aðkomu að þessari framkvæmd.

Samkvæmt upplýsingum sem hafa borist Samgöngustofu, þá hefur loftförum verið lent innan svæðisins.

Hér að neðan má sjá mynd af bannsvæðinu, sem var endurskilgreint 17. október síðastliðinn.


Holuhraun október .