Breytt lokunarsvæði vegna eldgoss í Holuhrauni
.Þann 13. febrúar 2015 tilkynnti Ríkislögreglustjóri um breytingu á umfangi aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls. Ytri mörk hættusvæðisins eru óbreytt frá fyrri ákvörðun en lokunarsvæðið hefur verið minnkað. Hér að neðan má sjá mynd af núgildandi lokunar- og hættusvæði, en allar nánari upplýsingar má finna á vef Almannavarna.
Þeir sem hyggja á ferðalög innan hættusvæðis að lokunarsvæði eru hvattir til þess að sýna ýtrustu varfærni og vera með viðeigandi viðvörunar- og hlífðarbúnað auk þess að kynna sér spár um dreifingu gass. Lokunarsvæðið er lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi.
Samgöngustofu vill árétta að lögregla og almannavarnir líta svo að gildandi yfirlýsing um lokunar- og hættusvæði vegna eldgoss í Holuhrauni og jarðhræringa í Bárðarbungu taki til allrar umferðar og dvalar á landsvæðinu, þ.m.t. lendingar loftfara, sbr. 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 23. gr. l. nr. 82/2008 um almannavarnir.