Fulltrúar stjórnvalda í Namibíu heimsóttu Samgöngustofu

29.9.2014

Fulltrúar stjórnvalda í Namibíu eru staddir hér á landi til að kynna sér eitt og annað er varðar skipulag íslenskrar stjórnsýslu. Í morgun, 29. september, heimsóttu þeir Samgöngustofu í þeim tilgangi að skoða einkum eftirlit með skipum, menntun og þjálfun sjómanna og ýmislegt annað er viðkemur verkefnum stofnunarinnar er varðar siglingamál.

Heimsókn frá Namibíu

Gestir á kynningarfundinum voru Samuel Chief Ankama, Cornelius Bundje, Clive Kambongarero og Elizabeth Ndivayele ásamt Sveini Óskari Sigurðssyni konsúl Namibíu á Íslandi. Af hálfu Samgöngustofu tóku þátt Þórólfur Árnason, Ólafur J. Briem, Árni Friðriksson, Stefán Pálsson, Halla Sigrún Sigurðardóttir, Sverrir Konráðsson og Reynir Sigurðsson.