Fundur um flugöryggismál í einka- og frístundaflugi 18. febrúar

13.2.2015

Miðvikudaginn 18. febrúar verður fundur um flugöryggi í einka- og frístundaflugi haldinn í samvinnu Samgöngustofu við innanríkistráðuneytið, rannsóknarnefnd samgönguslysa og Flugmálafélag Íslands. Ber fundurinn yfirheitið Regluverk og öryggismál í einka- og frístundaflugi.

Fundurinn fer fram á Hótel Natura á milli kl.9:00 og 12:45. Aðgangur er ókeypis en fundargestir beðnir um að skrá sig hér í gegnum tölvupóst. Fundarstjóri verður Friðþór Eydal frá Isavia.

Fyrir hverja?

Flugmenn, flugrekendur, flugnema, flugskóla, rekstraraðila flugvalla og flugtengdrar starfsemi, starfsfólk ráðuneyta, eftirlitsstofnana og annarra sem fjalla um flug og flugtengda starfsemi.

Til hvers? 

Að kynna reglur og umgjörð einka- og frístundaflugs sem byggja á innleiðingu á reglum EASA (Flugöryggisstofnunar Evrópu).

Einnig verður fjallað um þátt innanríkisráðuneytisins, Samgöngustofu, Rannsóknarnefndar samgönguslysa og Flugmálafélags Íslands í að efla öryggi í einka- og frístundaflugi.

Hver á árangurinn að verða?

Aukinn skilningur á reglum og innleiðingu þeirra í einka- og frístundaflugi og mikilvægi mannlega þáttarins í flugöryggismálum. 

Dagskrá

 Skráning 08:30-
09:00
 
Setning fundar 09:00-09:10 Ólöf Nordal, innanríkisráðherra/Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri
Hlutverk Samgöngustofu 09:10-09:25 Þórólfur Árnason/Halla Sigrún Sigurðardóttir - SGS
Kynning á EASA og hlutverk í tengslum við almannaflug – „General Aviation Roadmap“ 09:25-10:30 Michel Masson - EASA
Spurningar 10:30-11:00  
Kaffihlé 11:00-11:20  
Tilkynningarskylda í almannaflugi 11:20-11:40 Sólveig Ragnarsdóttir – SGS
Flugslys og alvarleg flugatvik
11:40-12:00 Þorkell Ágústsson – RNSA
Hlutverk Flugmálafélags Íslands 12:00-12:20 Matthías Sveinbjörnsson - FMÍ
Spurt og svarað + samantekt + fundi slitið 12:20-12:45 Friðþór Eydal/Halla Sigrún Sigurðardóttir