Góður fundur með bifhjólafólki

28.4.2015

Í gær var haldinn fundur hjá Samgöngustofu um málefni og öryggi bifhjólamanna. Var hann vel sóttur af áhugafólki og spunnust líflegar umræður um málin.

Á fundinum var farið yfir slysatölfræði síðasta árs hvað bifhjól varðar, fjallað um helstu breytingar á umferðarlögum og rædd ýmis forvarnarmál tengd bifhjólaakstri. Hér má sjá áhugaverðar glærur af fundinum