Keyrum fullklædd

25.6.2015

Samgöngustofa og Vís stóðu fyrir óvenjulegri keppni um það hver væri fljótastur að spenna á sig öryggisbelti. Forystufólk íslenskra stjórnmálaflokka lagði málefninu lið með þátttöku í keppninni og boðskapurinn er skýr: Öryggisbeltið bjargar mannslífum. 

Þó mikil vitundarvakning hafi átt sér stað um það á umliðnum árum og flestir nýti sér þetta einfalda og sjálfsagða öryggistæki, þá voru 46% allra þeirra sem létust í bílslysum á undanförnum 5 árum ekki í öryggisbeltum.

Hér má sjá stórskemmtilega viðureign stjórnmálamanna um hröðustu handtökin við að spenna öryggisbelti og hverjir eru sigurvegararnir í þeirri keppni.

Myndir af ýmsum stjórnmálamönnum sem tóku þátt í viðureigninni um hröðustu handtökin við að spenna á sig beltið: Bjarni Benediktsson, Árni Páll Árnason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson