Lokun svæðis við Holuhraun aflétt

3.6.2015

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur aflétt lokunarsvæði umhverfis Holuhraun í kjölfar hættumats Veðurstofu Íslands og mælingar sem sýna að dregið hefur töluvert úr skjálftavirkni og GPS færslum eins og segir á vef Almannavarna.
Umferð um hraunið er þó óheimil áfram vegna náttúruverndar- og öryggissjónarmiða, en hraunið er víðast illfært.