Lokunarsvæði við Holuhraun

15.4.2015

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri  ákvarða umfang aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls hverju sinni. Búast má við breytingum með skömmum fyrirvara og því mikilvægt að kynna sér nýjustu upplýsingar um svæðið á  vef Almannavarna.

Samgöngustofu vill árétta að lögregla og Almannavarnir líta svo að gildandi yfirlýsing um lokunar- og hættusvæði vegna eldgoss í Holuhrauni og jarðhræringa í Bárðarbungu taki til allrar umferðar og dvalar á landsvæðinu, þ.m.t. lendingar loftfara, sbr. 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 23. gr. l. nr. 82/2008 um almannavarnir.