NOLU fundur á Íslandi 18. og 19. september

19.9.2014

Samgöngustofa tekur fyrir Íslands hönd þátt í fjölbreyttum verkefnum á alþjóðavettvangi sem varða samgöngur í flugi, siglingum og umferð á landi. Meðal viðfangsefna eru störf í samráðshópum í einstökum málaflokkum sem miða að því að þróa regluverk og samvinnu milli þjóða. 

Í gær og dag funda flugmálayfirvöld Norðurlandanna, Eistlands og Lettlands.  Fulltrúar landanna vinna þétt saman og reka m.a. sameiginlega skrifstofu Nordicao hjá ICAO, Alþjóðaflugmálastofnuninni.

Þátttakendur flugmálayfirvalda Norðurlanda, Eistlands og Lettlands

Þátt taka flugmálastjórar allra landanna en frá Samgöngustofu sitja fundinn Þórólfur Árnason forstjóri, Halla Sigrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri samhæfingarsviðs, Reynir Sigurðsson framkvæmdastjóri mannvirkja- og leiðsögusviðs, Páll S. Pálsson framkvæmdastjóri flugsviðs og Kristín Helga Markúsdóttir deildarstjóri lögfræðideildar.