Rafrænir reikningar

30.1.2015

Eins og aðrar stofnanir ríkisins stefnir Samgöngustofa að pappírslausum viðskiptum sem er liður í aukinni hagræðingu, betra yfirliti og hraðari afgreiðslu. Frá og með næstu mánaðamótum, 1. febrúar 2015 mun stofnunin eingöngu senda reikninga rafrænt til viðskiptavina sinna.

Upplýsingar til birgja, m.a. formkröfur til reikninga er að finna á vef  Fjársýslu ríkisins undir fræðslu og verklagsreglum. Viðskiptavinir sem ekki taka við reikningum með tölvupósti eða rafrænni skeytamiðlun geta sótt reikninga á  Mitt svæði Samgöngustofu og prentað þá út. Til að tryggja réttan sendingarmáta og netfang, vinsamlegast skráið réttar upplýsingar  hér.

Frá ársbyrjun 2014 hefur stofnunin tekið á móti rafrænum reikningum og leggur áherslu á að seljendur vöru og þjónustu nýti sér þá leið. Þeir aðilar sem stunda lítil viðskipti við ríkið og geta ekki réttlætt uppfærslur á kerfum til að senda rafræna reikninga beint geta nýtt sér þjónustu banka, bókhaldsstofa eða sent reikninga með rafrænum hætti gegnum veflausnir skeytamiðlara. Veflausnir skeytamiðlara eru sendanda ýmist að kostnaðarlausu eða gegn vægu gjaldi fyrir þá sem senda fáa reikninga. Skeytamiðlanirnar eru:  AdvaniaInExchange og  Sendill.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.