Fjölsóttur fundur um flugöryggi í einka- og frístundaflugi
Miðvikudaginn 18. febrúar síðastliðinn var haldinn fundur um flugöryggi í einka- og frístundaflugi. Að fundinum stóðu Samgöngustofa, innanríkisráðuneytið, Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Flugmálafélag Íslands. Fundurinn var afar vel sóttur en hann fór fram á Hótel Natura milli kl.9:00 og 12:45. Fundarstjóri var Friðþór Eydal talsmaður Isavia. Hér að neðan má sjá glærukynningar fyrirlesara.
Setningarávarp fundarins var í höndum Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins. Þá tóku til máls þau Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, og Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri samhæfingarsviðs Samgöngustofu. Í erindi þeirra var farið yfir hlutverk Samgöngustofu þegar kemur að einka- og frístundaflugi.

Næstur hélt erindi Michel Masson frá EASA, Evrópsku flugöryggisstofnuninni. Í erindinu kynnti hann EASA og hlutverk þess í tengslum við almannaflug.
Sólveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur frá Samgöngustofu, hélt erindi um tilkynningarskyldu í almannaflugi. Þá fjallaði Þorkell Ágústsson frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa um flugslys og alvarleg flugatvik.
Loks hélt Matthías Sveinbjörnsson erindi um Flugmálafélag Íslands.