Breyting í framkvæmdastjórn

5.3.2015

Ólafur J. Briem hefur beðist lausnar frá stjórnunarskyldum sínum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu frá og með deginum í dag, 5. mars 2015.

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra siglingasviðs til bráðabirgða, jafnframt því að sinna sínu starfi sem forstjóri.

Ólafur mun áfram sinna starfi sérfræðings á siglingasviði til 1. júlí n.k. þegar hann tekur við stöðu deildarstjóra skírteina og skráninga á siglingasviði, en Stefán Pálsson sem nú gegnir þeirri stöðu mun þá ljúka störfum vegna aldurs.

Ólafur hefur sinnt sínu starfi sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu í gegnum miklar breytingar og það er fengur að fá áfram að njóta þekkingar hans og reynslu, þó hann ákveði nú að breyta um takt.