Nýr vefur Samgöngustofu

14.5.2014

Nýr vefur Samgöngustofu hefur nú litið dagsins ljós. Í undirbúningi smíðinnar var megináherslan lögð á að vefurinn yrði notendamiðaður og þar yrðu dregin fram mikilvægustu verkefnin sem viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa að sinna. 

Unnið var úr efni af vefsíðum eldri stofnanna; Flugmálastjórnar, Umferðarstofu og Siglingastofnunar, en allur texti var endurskoðaður og sérstök áhersla lögð á að leit á vefnum væri auðveld og aðgengileg. Áfram verður nú unnið af kappi að því að gera vef Samgöngustofu sem best úr garði fyrir notendur.